„Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2021 13:29 Unnur Eggertsdóttir horfir mjög mikið á raunveruleikaþættina The Bachelor. Vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira