Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 23:35 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins. Win McNamee/Getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. Í bréfi til flokkssystkina sinna á þingi greindi Pelosi, sem er Demókrati, frá þessu og sagði að nefndin myndi rannsaka hvað væri satt og rétt um árásina, auk aðdragandans að henni. Áður hafði þingið skipað Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu. Í bréfi sínu sagði Pelosi að út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar væri ljóst að kafa þyrfti dýpra til þess að leiða staðreyndirnar um atburði 6. janúar í ljós. Eins sagði hún rannsóknina sýna að bæta þyrfti í öryggisgæslu þingsins. Sekur en saklaus Á laugardag sýknaði öldungadeild þingsins Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, af ákæru um embættisbrot. Var honum gefið að sök að hafa valdið árásinni á þinghúsið, en markmið múgsins sem réðst á þingið var að koma í veg fyrir að sigur Joes Biden á Trump í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember yrði staðfestur. Þá virðist sem einhverjir árásarmannanna hafi viljað finna Mike Pence varaforseta, auk þingmanna, og meiða þá eða jafnvel drepa. Trump var sýknaður í öldungadeildinni, en 57 af hundrað þingmönnum þar greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Hins vegar hefðu tíu þingmenn til viðbótar þurft að gera það svo sakfelling næði fram að ganga. Allir fimmtíu demókratar vildu sakfella, auk sjö repúblikana. Einhverjir þeirra Repúblikana sem greiddu atkvæði með sýknu reyndu engu að síður að halda því fram að forsetinn bæri ábyrgð, þrátt fyrir að hafa ekki viljað sakfella hann í þinginu. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, þingmaður frá Kentucky og leiðtogi Repúblikana í öldungadeild. Hefur sú afstaða, að ætla að kenna Trump um árásina eftir að hafa greitt atkvæði með sýknu, mætt gagnrýni Demókrata. „Það var valdeflandi að heyra 57 atkvæði með sakfellingu, en svo var furðulegt að heyra og sjá Mitch McConnell standa upp og segja „ekki sekur“ og svo, nokkrum mínútum síðar, standa upp aftur og segja forsetann sekan um allt saman,“ hefur AP-eftir Madeleine Dean, fulltrúadeildarþingmanni Demókrata. „Sagan mun minnast þessa yfirlýsingar þegar hann talaði tungum tveim,“ sagði Dean. Málinu ekki lokið Auk þess að segjast telja forsetann alfarið ábyrgan fyrir gjörðum múgsins þann 6. janúar, sagði McConnell ekki loku fyrir það skotið að Trump yrði sóttur til saka fyrir venjulegum dómstól, sem öldungadeildin er ekki. Sjá einnig: Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna „„Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell á laugardag. Þar vísaði McConnell til þrálátra samsæriskenninga Trumps um víðtækt kosningasvindl sem, að hans mati, væri ástæða þess að hann tapaði kosningunum fyrir Biden. Hvorki Trump né öðrum úr hans herbúðum hefur tekist að færa sönnur á þær staðhæfingar, hvorki fyrir dómi né annars staðar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Í bréfi til flokkssystkina sinna á þingi greindi Pelosi, sem er Demókrati, frá þessu og sagði að nefndin myndi rannsaka hvað væri satt og rétt um árásina, auk aðdragandans að henni. Áður hafði þingið skipað Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu. Í bréfi sínu sagði Pelosi að út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar væri ljóst að kafa þyrfti dýpra til þess að leiða staðreyndirnar um atburði 6. janúar í ljós. Eins sagði hún rannsóknina sýna að bæta þyrfti í öryggisgæslu þingsins. Sekur en saklaus Á laugardag sýknaði öldungadeild þingsins Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, af ákæru um embættisbrot. Var honum gefið að sök að hafa valdið árásinni á þinghúsið, en markmið múgsins sem réðst á þingið var að koma í veg fyrir að sigur Joes Biden á Trump í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember yrði staðfestur. Þá virðist sem einhverjir árásarmannanna hafi viljað finna Mike Pence varaforseta, auk þingmanna, og meiða þá eða jafnvel drepa. Trump var sýknaður í öldungadeildinni, en 57 af hundrað þingmönnum þar greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Hins vegar hefðu tíu þingmenn til viðbótar þurft að gera það svo sakfelling næði fram að ganga. Allir fimmtíu demókratar vildu sakfella, auk sjö repúblikana. Einhverjir þeirra Repúblikana sem greiddu atkvæði með sýknu reyndu engu að síður að halda því fram að forsetinn bæri ábyrgð, þrátt fyrir að hafa ekki viljað sakfella hann í þinginu. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, þingmaður frá Kentucky og leiðtogi Repúblikana í öldungadeild. Hefur sú afstaða, að ætla að kenna Trump um árásina eftir að hafa greitt atkvæði með sýknu, mætt gagnrýni Demókrata. „Það var valdeflandi að heyra 57 atkvæði með sakfellingu, en svo var furðulegt að heyra og sjá Mitch McConnell standa upp og segja „ekki sekur“ og svo, nokkrum mínútum síðar, standa upp aftur og segja forsetann sekan um allt saman,“ hefur AP-eftir Madeleine Dean, fulltrúadeildarþingmanni Demókrata. „Sagan mun minnast þessa yfirlýsingar þegar hann talaði tungum tveim,“ sagði Dean. Málinu ekki lokið Auk þess að segjast telja forsetann alfarið ábyrgan fyrir gjörðum múgsins þann 6. janúar, sagði McConnell ekki loku fyrir það skotið að Trump yrði sóttur til saka fyrir venjulegum dómstól, sem öldungadeildin er ekki. Sjá einnig: Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna „„Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell á laugardag. Þar vísaði McConnell til þrálátra samsæriskenninga Trumps um víðtækt kosningasvindl sem, að hans mati, væri ástæða þess að hann tapaði kosningunum fyrir Biden. Hvorki Trump né öðrum úr hans herbúðum hefur tekist að færa sönnur á þær staðhæfingar, hvorki fyrir dómi né annars staðar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39