Nágranninn féll ekki fyrir klósettpappírshrekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Karl og Kári í spjalli í Bítinu í fyrra þar sem Karl hermdi eftir Kára. Vísir Sveinn Alfreð Reynisson, nágranni Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segist alltaf leggja upp með að vera kurteis. Það hafi hann líka gert þegar Karl Örvarsson, í gervi Kára Stefánssonar, bað hann um að koma með klósettpappírsrúllu til sín í síðustu viku. Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir. Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir.
Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54