Nágranninn féll ekki fyrir klósettpappírshrekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Karl og Kári í spjalli í Bítinu í fyrra þar sem Karl hermdi eftir Kára. Vísir Sveinn Alfreð Reynisson, nágranni Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segist alltaf leggja upp með að vera kurteis. Það hafi hann líka gert þegar Karl Örvarsson, í gervi Kára Stefánssonar, bað hann um að koma með klósettpappírsrúllu til sín í síðustu viku. Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir. Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir.
Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54