Viðskipti innlent

Goldman Sachs kaupir meirihluta í Advania

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Advania á rætur að rekja til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu í Reykjavík.
Advania á rætur að rekja til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu í Reykjavík. Advania

Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs hefur fest kaup á meirihluta í Advania. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sjóðurinn bætist þannig í hluthafahóp Advania sem samanstendur meðal annars af VIA Equity og lykilstjórnendum á Norðurlöndum. Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda.

Advania á rætur að rekja til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu í Reykjavík. Fyrirtækið varð síðan til í núverandi mynd með samruna nokkurra upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi, Svíþjóð og Noregi árið 2012.

„Fyrirtækið er nú með öfluga starfsemi á öllum Norðurlöndunum og veitir viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu í upplýsingatækni. Fyrirtækið hefur vakið athygli fyrir hraðan vöxt og einstaka nálgun á þjónustu við viðskiptavini.

Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs, ásamt danska fjárfestingasjóðnum VIA Equity, lykilstjórnendum á Norðurlöndum og nokkrum smærri hluthöfum hafa gert bindandi kauptilboð í meirihluta hlutafjár Advania.

Kaupin eru til marks um þá sterku stöðu sem fyrirtækið hefur skapað sér. Með aðgengi að auðlindum Goldman Sachs og VIA Equity er Advania vel í stakk búið til að vaxa enn hraðar, með innri vexti, kaupum og sameiningum. Velgengni fyrirtækisins byggir á því að laða til sín hæfileikaríkt fólk og viðhalda traustum viðskiptasamböndum.

Velta Advania árið 2020 var yfir 76 milljarðar króna. Fyrirtækið hefur vaxið um meira en 20 % ár hvert síðast liðin fimm ár. Hjá Advania starfa um 1.400 manns á 27 starfsstöðum um öll Norðurlönd,“ segir í tilkynningu Advania.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×