Átti erfitt með svefn eftir að Brady kastaði bikarnum og vill að hann biðjist afsökunar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 08:31 Tom Brady með Lombardi-bikarinn sem hann hefur unnið sjö sinnum á ferlinum. getty/Mike Ehrmann Dóttir mannsins sem hannaði Lombardi-bikarinn segir að Tom Brady hafi vanvirt bikarinn þegar hann kastaði honum milli báta í fögnuði Tampa Bay Buccaneers eftir sigurinn í Super Bowl. Brady kastaði bikarnum, sem hann vann í sjöunda sinn um þarsíðustu helgi, milli báta þegar Tampa Bay fagnaði sigrinum í Super Bowl með því að sigla niður Hillsborough ána. Sem betur fer greip Cameron Brate, samherji Bradys, bikarinn. Lorraine Grohs, dóttir mannsins sem hannaði Lombardi-bikarinn, var afar ósátt við þessar æfingar Bradys og vill að hann biðjist afsökunar á kastinu. „Það kom mér í uppnám að sjá bikarinn vanvirtan og smánaðan með því að kasta honum eins og þetta væri alvöru fótbolti. Faðir minn hannaði bikarinn og það er mikill heiður og ég þekki alla sem unnu að hönnun hans og það fór mikil vinna í það,“ sagði Grohs sem hefur átt erfitt með svefn að undanförnu eftir að hafa séð Brady kasta bikarnum. Hún fylgist allajafna ekki grannt með NFL en horfir alltaf á Super Bowl til að sjá bikarinn sem faðir hennar hannaði fara á loft. „Ég myndi vilja afsökunarbeiðni, ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur einnig hina silfursmiðina, stuðningsmennina, alla aðdáendur amerísks fótbolta og mótherja hans,“ sagði Grohs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Brady kastaði bikarnum, sem hann vann í sjöunda sinn um þarsíðustu helgi, milli báta þegar Tampa Bay fagnaði sigrinum í Super Bowl með því að sigla niður Hillsborough ána. Sem betur fer greip Cameron Brate, samherji Bradys, bikarinn. Lorraine Grohs, dóttir mannsins sem hannaði Lombardi-bikarinn, var afar ósátt við þessar æfingar Bradys og vill að hann biðjist afsökunar á kastinu. „Það kom mér í uppnám að sjá bikarinn vanvirtan og smánaðan með því að kasta honum eins og þetta væri alvöru fótbolti. Faðir minn hannaði bikarinn og það er mikill heiður og ég þekki alla sem unnu að hönnun hans og það fór mikil vinna í það,“ sagði Grohs sem hefur átt erfitt með svefn að undanförnu eftir að hafa séð Brady kasta bikarnum. Hún fylgist allajafna ekki grannt með NFL en horfir alltaf á Super Bowl til að sjá bikarinn sem faðir hennar hannaði fara á loft. „Ég myndi vilja afsökunarbeiðni, ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur einnig hina silfursmiðina, stuðningsmennina, alla aðdáendur amerísks fótbolta og mótherja hans,“ sagði Grohs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira