Átti erfitt með svefn eftir að Brady kastaði bikarnum og vill að hann biðjist afsökunar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 08:31 Tom Brady með Lombardi-bikarinn sem hann hefur unnið sjö sinnum á ferlinum. getty/Mike Ehrmann Dóttir mannsins sem hannaði Lombardi-bikarinn segir að Tom Brady hafi vanvirt bikarinn þegar hann kastaði honum milli báta í fögnuði Tampa Bay Buccaneers eftir sigurinn í Super Bowl. Brady kastaði bikarnum, sem hann vann í sjöunda sinn um þarsíðustu helgi, milli báta þegar Tampa Bay fagnaði sigrinum í Super Bowl með því að sigla niður Hillsborough ána. Sem betur fer greip Cameron Brate, samherji Bradys, bikarinn. Lorraine Grohs, dóttir mannsins sem hannaði Lombardi-bikarinn, var afar ósátt við þessar æfingar Bradys og vill að hann biðjist afsökunar á kastinu. „Það kom mér í uppnám að sjá bikarinn vanvirtan og smánaðan með því að kasta honum eins og þetta væri alvöru fótbolti. Faðir minn hannaði bikarinn og það er mikill heiður og ég þekki alla sem unnu að hönnun hans og það fór mikil vinna í það,“ sagði Grohs sem hefur átt erfitt með svefn að undanförnu eftir að hafa séð Brady kasta bikarnum. Hún fylgist allajafna ekki grannt með NFL en horfir alltaf á Super Bowl til að sjá bikarinn sem faðir hennar hannaði fara á loft. „Ég myndi vilja afsökunarbeiðni, ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur einnig hina silfursmiðina, stuðningsmennina, alla aðdáendur amerísks fótbolta og mótherja hans,“ sagði Grohs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Brady kastaði bikarnum, sem hann vann í sjöunda sinn um þarsíðustu helgi, milli báta þegar Tampa Bay fagnaði sigrinum í Super Bowl með því að sigla niður Hillsborough ána. Sem betur fer greip Cameron Brate, samherji Bradys, bikarinn. Lorraine Grohs, dóttir mannsins sem hannaði Lombardi-bikarinn, var afar ósátt við þessar æfingar Bradys og vill að hann biðjist afsökunar á kastinu. „Það kom mér í uppnám að sjá bikarinn vanvirtan og smánaðan með því að kasta honum eins og þetta væri alvöru fótbolti. Faðir minn hannaði bikarinn og það er mikill heiður og ég þekki alla sem unnu að hönnun hans og það fór mikil vinna í það,“ sagði Grohs sem hefur átt erfitt með svefn að undanförnu eftir að hafa séð Brady kasta bikarnum. Hún fylgist allajafna ekki grannt með NFL en horfir alltaf á Super Bowl til að sjá bikarinn sem faðir hennar hannaði fara á loft. „Ég myndi vilja afsökunarbeiðni, ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur einnig hina silfursmiðina, stuðningsmennina, alla aðdáendur amerísks fótbolta og mótherja hans,“ sagði Grohs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira