Rúmlega helmingur býr enn við ofbeldisaðstæður Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. febrúar 2021 17:00 Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir áhyggjuefni hve margir búi enn við ofbeldisaðstæður. VÍSÍR/HELENA Rúmlega helmingur þeirra sem varð fyrir heimilisofbeldi í fyrra býr enn við aðstæðurnar og er hlutfallið talsvert hærra miðað við fyrri ár, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Skýrsluhöfundur telur að aukið atvinnuleysi og óvissa í samfélaginu hafi áhrif á stöðuna. Könnunin var unnin fyrir ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn, átján ára og eldri og svarhlutfall var 57 prósent. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt skýrslu upp úr niðurstöðum könnunarinnar. „Við erum kannski ekki að sjá mikla fjölgun í því að verða fyrir alvarlegu heimilisofbeldi, eins og ógnun, hótun, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, um tvö prósent íbúa eru að verða fyrir slíku ofbeldi en við erum að sjá fjölgun í andlegu heimilisofbeldi, en um sjö prósent landsmanna eru að verða fyrir slíku ofbeldi,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra. Það hafi komið á óvart hve hátt hlutfall býr enn við ofbeldisaðstæðurnar. „Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldinu sagðist enn búa við aðstæðurnar en var um þriðjungur í fyrri könnunum,“ segir Guðbjörg. Talið er að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst en það gæti verið að aukið atvinnuleysi og óvissa verði til þess að fólk komist síður út af heimilinu,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta sé áhyggjuefni. „Viðbragðsaðilar hafa áhyggjur af þessu. Við þurfum að halda vök okkar,“ segir Guðbjörg. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Könnunin var unnin fyrir ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn, átján ára og eldri og svarhlutfall var 57 prósent. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt skýrslu upp úr niðurstöðum könnunarinnar. „Við erum kannski ekki að sjá mikla fjölgun í því að verða fyrir alvarlegu heimilisofbeldi, eins og ógnun, hótun, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, um tvö prósent íbúa eru að verða fyrir slíku ofbeldi en við erum að sjá fjölgun í andlegu heimilisofbeldi, en um sjö prósent landsmanna eru að verða fyrir slíku ofbeldi,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra. Það hafi komið á óvart hve hátt hlutfall býr enn við ofbeldisaðstæðurnar. „Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldinu sagðist enn búa við aðstæðurnar en var um þriðjungur í fyrri könnunum,“ segir Guðbjörg. Talið er að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst en það gæti verið að aukið atvinnuleysi og óvissa verði til þess að fólk komist síður út af heimilinu,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta sé áhyggjuefni. „Viðbragðsaðilar hafa áhyggjur af þessu. Við þurfum að halda vök okkar,“ segir Guðbjörg.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira