Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 09:00 Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Tinna Hallgrímsdóttir Tengdar fréttir Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar