Bregðist ferðasumarið þyrfti Icelandair sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 18:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir markmið félagsins að þurfa ekki að grípa til þess að nota lánalínu með ríkisábyrgð. Vísir/Sigurjón Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum snemma í sumar. Stór hluti af 51 milljarðs króna tapi félagsins á síðasta ári sé vegna afskrifa á flugvélum. Taki ferðalög ekki við sér í sumar þurfi félagið sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í haust. „Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
„Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18