Stjórnmál, eitthvað fyrir mig? Sigrún Birna Steinarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa 15. febrúar 2021 08:01 Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar