Innlent

Dregur víðast hvar úr vindi og vætu þegar líður á daginn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víða rok og rigning í dag.
Víða rok og rigning í dag. Vísir/Vilhelm

Það er suðaustan- og austanátt á landinu, víða allhvass eða hvass vindur, en sums staðar stormur til fjalla. Búast má við að dragi úr vindi og vætu seinnipartinn í dag, þó áfram rigni talsvert á Austurlandi fram á nótt.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir rólegra veður á morgun. Þá megi búast við sunnan kalda eða strekkingi með skúrum um landið sunnan- og vestanvert og jafnvel samfelldri rigningu um tíma.

Norðan- og norðaustanlands verði hins vegar þurrt og bjart veður, að öllum líkindum.

Hiti í dag og á morgun verði á bilinu þrjú til átta stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á mánudag:

Sunnan 8-13 m/s og skúrir eða rigning, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag:

Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla á norðanverðu landinu fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Breytileg átt og víða rigning eða slydda, en styttir upp á Norður- og Austurlandi seinnipartinn. Hiti 1 til 6 stig.

Á fimmtudag:

Breytileg átt og líkur á slyddu eða snjókomu norðan- og austanlands, en rigningu við ströndina. Úrkomulítið sunnan heiða. Hiti um og yfir frostmarki.

Á föstudag:

Norðaustanátt og víða þurrt veður, en dálítil él með norður- og austurströndinni. Frost 0 til 5 stig.

Á laugardag:

Norðlæg átt, þurrt að kalla og vægt frost, en skúrir eða él norðaustan- og austanlands með hita kringum frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×