Loftslagshamfarir og landnotkun Ida Karólína Harris skrifar 13. febrúar 2021 19:01 Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun