Lögmenn Trumps saka Demókrata um hræsni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 23:21 Niðurstöðu er nú beðið í ákærunni á hendur Trumps vegna orða sem hann lét falla og Demókratar telja að hafi valdið árásinni á bandaríska þinghúsið. Getty/Pete Marovich Lögmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem flytja mál hans fyrir öldungadeild Bandaríkjanna vegna ákæru um embættisbrot, segja Demókrata herja hatursherferð gegn fyrrverandi forsetanum. Þeir segja þá hafa snúið út úr orðum forsetans fyrrverandi sem hann lét falla fyrir árásina sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun árs. Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Í dag var fjórði dagur réttarhalda í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna ákærunnar og fluttu verjendur Trumps mál sitt í dag. Verjendur hans sögðu ákæruna vera af pólitískum toga og líktu henni við nornaveiðar. Þá sögðu þeir ákæruna síðasta útspil Demókrata í áralangri tilraun þeirra til að bola Trump úr forsetastóli. Verjendurnir reyndu einnig að gera lítið úr orðum forsetans og einblíndu einna helst á það þegar forsetinn sagði stuðningsmönnum sínum „að berjast“ í ræðu sem hann hélt áður en árásin var gerð á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þá spiluðu þeir fjölmargar klippur þar sem Demókratar, sumir þeirra öldungadeildarþingmenn sem nú sinna embætti dómenda í málinu, notuðu sömu orð og Trump gerði til þess að hvetja stuðningsmenn sína til þess að fara gegn Trump. „Þið gerðuð ekkert rangt með því að nota þessi orð,“ sagði David Schoen, lögmaður Trumps í dag. „En viljið þið vinsamlegast hætta þessari hræsni.“ Fréttastofa AP bendir á að lögmennirnir hafi ekki einu sinni minnst á að Trump hafi hvatt til þess að stuðningsmenn hans berðust gegn niðurstöðum lýðræðislegra kosninga eftir að hvert eitt og einasta ríki Bandaríkjanna hafði staðfest niðurstöðurnar, eftir að kjörmenn höfðu staðfest kosninganiðurstöðurnar og eftir að nærri hver ein og einasta málsókn sem Trump hafði höfðað vegna niðurstöðu kosninganna hafði verið vísað frá dómi. Málflutningi Demókrata og verjenda Trumps er nú lokið og er niðurstöðu beðið í málinu. Talið er að niðurstaða geti fengist á morgun hið fyrsta. Verjendur Trumps nýttu aðeins hluta þess málflutningstíma sem þeim var heimilaður, eða þrjá klukkutíma af þeim sextán sem þeim var úthlutað. Miklar líkur eru taldar að Trump verði sýknaður, en til þess að hann verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu öldungadeildaþingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði með því að sakfella hann. Demókratar hafa bent á að verjendur Trumps hafi ekki svarað helstu spurningum sem lagðar voru fram í málinu, það er hvort að orð Trumps hafi valdið árásinni á þinghúsið. Þess í stað hafi þeir einblínt á það að fá málflutningsmenn Demókrata til þess að fara í vörn í stað sóknar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11. febrúar 2021 23:30
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24