Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur fyrstu umræðu um stjórnarskrárfrumvarp hennar á Alþingi hafa verið góða. Frumvarpið fór til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærkvöldi. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk. Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar. Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar.
Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52