Svar við bréfi Helga - og Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 12. febrúar 2021 09:00 Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína. Á margan hátt skil ég þær sterku tilfinningar sem umræða um veiðigjöld virðist oft kalla fram. Íslenskur sjávarútvegur hefur náð gríðarlegum árangri í verðmætasköpun og arðsemi undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún er nú með því besta sem gerist í heiminum. Eðlilega óttast velunnarar sjávarútvegsins að breytingar á kerfinu geti stemmt þeim árangri í hættu og telja að lítið sé af öðrum að læra varðandi hvernig að honum er staðið. Ég vil nýta þetta tækifæri til að rökstyðja frekar tvær fullyrðingar mínar, annars vegar að veiðigjöldin geti ekki talist há og hins vegar að stjórnarskrárákvæði um tímabindingu myndi opna möguleika til skilvirkari gjaldtöku. Eru veiðigjöldin há? Þessari spurningu er erfitt að svara. Alþjóðastofnanir, s.s. OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hafa talað mjög fyrir því að ríki fjármagni samrekstur með auðlindagjöldum. Ástæða þess er að auðlindagjöld, ef rétt er að þeim staðið, hafa minni neikvæð áhrif á hagkerfið en almennir skattar. Spurningin er því frekar, eru veiðigjöldin of há? Svo há að þau skaði sjávarútveginn. Þó einnig sé erfitt að svara þessari spurningu er rétt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er með þeim arðsamari í heiminum. Því er ekki úr vegi að bera einfaldlega saman gjaldtöku hér á landi við nágrannalöndin. Geti verr settur sjávarútvegur greitt hærra gjald þá eru veiðigjöldin tæplega of há hér. Myndin hér fyrir neðan sýnir samanburð á veiðigjöldum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi frá 2013 til 2018. Til að aulvelda samanburðinn er hann í íslenskum krónum á kílógramm þorskígildis. (Heimildir, Hagstofa Íslands, Fiskistofa, Hagstova, Grænlenska landstjórnin) Eins og sjá má hafa veiðigjöld á Íslandi að jafnaði verið lægri en í Færeyjum og á Grænlandi. Gott er að hafa í huga að hagnaður veiða í báðum þessum samanburðarlöndun er bundinn við fáar tegundir, rækju og uppsjávarfisk á Grænlandi og uppsávarfisk og botnfiskveiðar í Barentshafi í tilfelli Færeyja. Aðrar veiðar þar eru ekki eins ábatasamar. Almennt geta Íslendingar fátt lært af þessum þjóðum hvað varðar fiskveiðistjórnun. Varla er þó hægt að halda því fram að veiðigjöld á Íslandi séu óeðlilega há ef verr rekinn sjávarútvegur nágrannalandanna greiðir meira. Skiptir auðlindaákvæði máli varðandi gjaldtöku? Lengi hefur verið deilt um auðlindaákvæði í Íslensku stjórnarskránni. Þær deilur sem standa um það frumvarp til stjórnskipunarlaga sem forsætisráðherra hefur lagt fram snúa fyrst og fremst að tímabindingu nýtingarréttinda. Skiptir slíkt ákvæði máli? Að mínu mati er svarið já. Tímabinding skapar almennar forsendur þess að markaðir séu notaðir til þess að ákvarða hvaða endurgjald er eðlilegt fyrir takmarkaðar auðlindir í þjóðareign, í stað flókinna og gallaðra reiknireglna. Hægt væri að setja ákvæði um tímabindingu í lög. Tilraunir til þess hafa þó ekki enn borið árangur. Ákvörðun í stjórnarskrá mundi leggja almennan grunn fyrir hvernig auðlindum í þjóðareign yrði ráðstafa til framtíðar og þannig forðað frá deilum eins og þeim sem hafa staðið um úthlutun aflaheimilda fyrir þær auðlindir sem í framtíðinni kunna að finnast og verða verðmætar. Færeyingar reyndu slíkt fyrirkomulag frá 2016 til 2020, með ágætum árangri. Namibía hefur nýlega fetað í fótspor þeirra. Að mínu mati eru markaðir góðar og skilvirkar stofnanir til verðlagningar réttinda. Setjum upp ímyndað dæmi. Segjum að til sé þjóð þar sem allt verslunarhúsnæði er í eigu ríkisins. Gefum okkur að engar reglur gildi um nýtingu borgaranna á húsnæðinu í upphafi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Slíkt fyrirkomulag er ekki skynsamlegt og mundi leiða til árekstra, minni verðmætasköpunar og hnignunar húsnæðisins. Lítill hvati er hjá þeim sem nota það að fjárfesta í því eða ganga vel um það, enda getur hver sem er notað það. Leysa má þetta vandamál með því að úthluta nýtingarrétti á húsnæðinu til þeirra sem hafa nýtt það og heimila viðskipti með nýtingarréttinn. Smám saman munu arðsamari verslanir kaupa rétt minna arðsamra verslana og tækifæri skapast til aukinnar verðmætasköpunar. Þá kemur upp krafa frá þjóðinni um að gjald sé rukkað fyrir aðganginn. Einkaaðilar eru jú að græða á sameiginlegri eign landsmanna. Er einfaldasta lausnin að setja upp kerfi gjaldheimtu þar sem safnað er rekstrartölum frá öllum verslunum og gjaldið ákveðið á grundvelli meðalarðsemi þeirra? Gjarnan með nokkurri tímatöf, svo leigan í dag endurspeglar arðsemina í hitteðfyrra? Húsnæðisaðgangsgjaldsnefnd ríkisins? Er ekki eðlilegra að tímabinda nýtingarréttinn (slíkt er kallað leigusamningur) og láta markaðinn um að finna eðlilegt leigugjald? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00 „Sannleikurinn er ákjósanlegastur, en þó ekki ómissandi“ Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var fjallað um veiðigjald, en á liðnu ári var það 4,8 milljarðar króna. Fjárhæðin lá fyrir í upphafi árs og sú fjárhæð var í samræmi við það sem áætlað var í upphafi. 11. febrúar 2021 13:32 Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína. Á margan hátt skil ég þær sterku tilfinningar sem umræða um veiðigjöld virðist oft kalla fram. Íslenskur sjávarútvegur hefur náð gríðarlegum árangri í verðmætasköpun og arðsemi undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún er nú með því besta sem gerist í heiminum. Eðlilega óttast velunnarar sjávarútvegsins að breytingar á kerfinu geti stemmt þeim árangri í hættu og telja að lítið sé af öðrum að læra varðandi hvernig að honum er staðið. Ég vil nýta þetta tækifæri til að rökstyðja frekar tvær fullyrðingar mínar, annars vegar að veiðigjöldin geti ekki talist há og hins vegar að stjórnarskrárákvæði um tímabindingu myndi opna möguleika til skilvirkari gjaldtöku. Eru veiðigjöldin há? Þessari spurningu er erfitt að svara. Alþjóðastofnanir, s.s. OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hafa talað mjög fyrir því að ríki fjármagni samrekstur með auðlindagjöldum. Ástæða þess er að auðlindagjöld, ef rétt er að þeim staðið, hafa minni neikvæð áhrif á hagkerfið en almennir skattar. Spurningin er því frekar, eru veiðigjöldin of há? Svo há að þau skaði sjávarútveginn. Þó einnig sé erfitt að svara þessari spurningu er rétt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er með þeim arðsamari í heiminum. Því er ekki úr vegi að bera einfaldlega saman gjaldtöku hér á landi við nágrannalöndin. Geti verr settur sjávarútvegur greitt hærra gjald þá eru veiðigjöldin tæplega of há hér. Myndin hér fyrir neðan sýnir samanburð á veiðigjöldum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi frá 2013 til 2018. Til að aulvelda samanburðinn er hann í íslenskum krónum á kílógramm þorskígildis. (Heimildir, Hagstofa Íslands, Fiskistofa, Hagstova, Grænlenska landstjórnin) Eins og sjá má hafa veiðigjöld á Íslandi að jafnaði verið lægri en í Færeyjum og á Grænlandi. Gott er að hafa í huga að hagnaður veiða í báðum þessum samanburðarlöndun er bundinn við fáar tegundir, rækju og uppsjávarfisk á Grænlandi og uppsávarfisk og botnfiskveiðar í Barentshafi í tilfelli Færeyja. Aðrar veiðar þar eru ekki eins ábatasamar. Almennt geta Íslendingar fátt lært af þessum þjóðum hvað varðar fiskveiðistjórnun. Varla er þó hægt að halda því fram að veiðigjöld á Íslandi séu óeðlilega há ef verr rekinn sjávarútvegur nágrannalandanna greiðir meira. Skiptir auðlindaákvæði máli varðandi gjaldtöku? Lengi hefur verið deilt um auðlindaákvæði í Íslensku stjórnarskránni. Þær deilur sem standa um það frumvarp til stjórnskipunarlaga sem forsætisráðherra hefur lagt fram snúa fyrst og fremst að tímabindingu nýtingarréttinda. Skiptir slíkt ákvæði máli? Að mínu mati er svarið já. Tímabinding skapar almennar forsendur þess að markaðir séu notaðir til þess að ákvarða hvaða endurgjald er eðlilegt fyrir takmarkaðar auðlindir í þjóðareign, í stað flókinna og gallaðra reiknireglna. Hægt væri að setja ákvæði um tímabindingu í lög. Tilraunir til þess hafa þó ekki enn borið árangur. Ákvörðun í stjórnarskrá mundi leggja almennan grunn fyrir hvernig auðlindum í þjóðareign yrði ráðstafa til framtíðar og þannig forðað frá deilum eins og þeim sem hafa staðið um úthlutun aflaheimilda fyrir þær auðlindir sem í framtíðinni kunna að finnast og verða verðmætar. Færeyingar reyndu slíkt fyrirkomulag frá 2016 til 2020, með ágætum árangri. Namibía hefur nýlega fetað í fótspor þeirra. Að mínu mati eru markaðir góðar og skilvirkar stofnanir til verðlagningar réttinda. Setjum upp ímyndað dæmi. Segjum að til sé þjóð þar sem allt verslunarhúsnæði er í eigu ríkisins. Gefum okkur að engar reglur gildi um nýtingu borgaranna á húsnæðinu í upphafi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Slíkt fyrirkomulag er ekki skynsamlegt og mundi leiða til árekstra, minni verðmætasköpunar og hnignunar húsnæðisins. Lítill hvati er hjá þeim sem nota það að fjárfesta í því eða ganga vel um það, enda getur hver sem er notað það. Leysa má þetta vandamál með því að úthluta nýtingarrétti á húsnæðinu til þeirra sem hafa nýtt það og heimila viðskipti með nýtingarréttinn. Smám saman munu arðsamari verslanir kaupa rétt minna arðsamra verslana og tækifæri skapast til aukinnar verðmætasköpunar. Þá kemur upp krafa frá þjóðinni um að gjald sé rukkað fyrir aðganginn. Einkaaðilar eru jú að græða á sameiginlegri eign landsmanna. Er einfaldasta lausnin að setja upp kerfi gjaldheimtu þar sem safnað er rekstrartölum frá öllum verslunum og gjaldið ákveðið á grundvelli meðalarðsemi þeirra? Gjarnan með nokkurri tímatöf, svo leigan í dag endurspeglar arðsemina í hitteðfyrra? Húsnæðisaðgangsgjaldsnefnd ríkisins? Er ekki eðlilegra að tímabinda nýtingarréttinn (slíkt er kallað leigusamningur) og láta markaðinn um að finna eðlilegt leigugjald? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00
„Sannleikurinn er ákjósanlegastur, en þó ekki ómissandi“ Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var fjallað um veiðigjald, en á liðnu ári var það 4,8 milljarðar króna. Fjárhæðin lá fyrir í upphafi árs og sú fjárhæð var í samræmi við það sem áætlað var í upphafi. 11. febrúar 2021 13:32
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar