Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:30 Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, tók fyrstu skóflustungu með vinnuvél. Kringvarpið Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal: Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal:
Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30