Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 23:30 David Schoen, einn lögmanna Trumps. Getty/ Joshua Roberts Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“ Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Þetta tilkynnti ráðgjafi Trumps, Jason Miller, á Twitter í dag. Málflutningsmenn Demókrata munu að öllum líkindum ljúka sínum málflutningi í dag en þeir hófust handa í gær, miðvikudag. Niðurstaða gæti fengist í málið um helgina þar sem lögmaður Trumps David Schoen dró til baka beiðni sína um að fá frí frá sólsetri á föstudag og út laugardag. Trump var ákærður fyrir embættisbrot fyrir um mánuði síðan en þetta er annað skiptið sem fyrrverandi forsetinn er kærður fyrir slíkt. Fyrirséð er að þessi síðari réttarhöld verði töluvert styttri en þau fyrri, sem fóru fram árið 2020. Miklar líkur eru taldar á því að hann verði sýknaður af ákærunum, en þingmenn Repúblikana hafa gefið merki um það að þeir séu ekki tilbúnir til þess að greiða atkvæði með sakfellingu. Til þess að Trump verði sakfelldur þurfa allir fimmtíu þingmenn Demókrata og sautján þingmenn Repúblikana að greiða atkvæði þess efnis. Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu hans að árásinni.Tasos Katopodis/Getty Þrátt fyrir að líklegt sé talið að Trump verði sýknaður hafa lögmenn hans, Bruce Castor og Schoen verið gagnrýndir fyrir störf sín í málin, þar á meðal af fyrrverandi forsetanum sjálfum, fyrir dræma frammistöðu í málflutningi sínum á þriðjudag. Þingið komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að réttarhöldin fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, en sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum í því. Einn þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að réttarhöldin færu ekki gegn stjórnarskránni, Bill Cassidy, sagði að verjendur Trumps stæðu sig einstaklega illa. Hann sagði þá ekki fjalla um málið sem væri til umræðu og að þeir hefðu ekkert á milli handanna. „Ef einhver er ósammála atkvæði mínu og vill fá útskýringu á því vil ég biðja þá að hlusta á rökstuðning málflutningsmanna þingsins og lögmanna Trumps, fyrrverandi forseta,“ skrifaði Cassidy í yfirlýsingu. „Málflutningsmenn þingsins kynntu mjög sterk rök í samræmi við stjórnarskrána. Það gerði lið forsetans ekki.“
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26