„Óþolandi kjánalegt“ að Martin megi ekki vera með Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 17:16 Martin Hermannsson verður fjarri góðu gamni þegar landsliðið spilar í Kósóvó. Hann verður reyndar í öðru gamni, með liði Valencia í Euroleague. Getty/Ivan Terron Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur af stað til Kósóvó á laugardaginn og mætir þar Slóvakíu og Lúxemborg í lokaleikjum riðilsins í forkeppni HM. Suma af bestu leikmönnum þjóðarinnar vantar í landsliðshópinn. Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Körfubolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Körfubolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira