„Óþolandi kjánalegt“ að Martin megi ekki vera með Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 17:16 Martin Hermannsson verður fjarri góðu gamni þegar landsliðið spilar í Kósóvó. Hann verður reyndar í öðru gamni, með liði Valencia í Euroleague. Getty/Ivan Terron Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur af stað til Kósóvó á laugardaginn og mætir þar Slóvakíu og Lúxemborg í lokaleikjum riðilsins í forkeppni HM. Suma af bestu leikmönnum þjóðarinnar vantar í landsliðshópinn. Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Körfubolti Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Körfubolti Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira