Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Vísir/Vilhelm Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira