Fyrirsjáanlegur skortur á nýjum íbúðum og verðhækkanir í kortunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 19:33 Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári. Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira