Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2021 11:29 Nemandinn fékk einkunnina 0,0 í fyrir ritgerð sína um straum flóttafólks á landamærum Grikklands og Tyrklands á tímum kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira