Bláfugl, SA og gervivertaka Steindór Ingi Hall skrifar 10. febrúar 2021 08:00 Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. Sú ákvörðun að segja upp öllum fastráðnum flugmönnum hjá félaginu og manna flugmannsstöður þess í stað með því sem forstjóri Bláfugls kallar „sjálfstætt starfandi flugmenn“ er gerningur sem FÍA hefur ítrekað skorað á Bláfugl að draga til baka, enda sé hún brot gegn m.a. við 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur Það sem Bláfugl leyfir sér að kalla „sjálfstætt starfandi flugmaður“ er í raun hugtak sem á sér enga stoð. Það er einfaldlega ekki hægt að vera „sjálfstætt starfandi flugmaður í því umhverfi sem flugrekstur er. Flugiðnaðurinn lýtur einhverju ítarlegasta regluverki sem til er, mér vitandi er einungis kjarnorkuiðnaðurinn með stærra regluverk en flugið. Því regluverki er hreinlega ekki hægt að framfylgja með „sjálfstætt starfandi flugmönnum“. Flugmenn ganga ekki á milli verkefna líkt og venjulegir verktakar sem við þekkjum. Hann skaffar ekki tæki og tól til verksins og fellur á engan hátt undir þær skilgreiningar sem verktakar falla undir í lögum og reglum hér á landi. Mýmargir dómar hafa fallið í málum um verktöku og fordæmin eru klárlega ekki til þess fallin að styrkja afstöðu Bláfugls. Þetta eitt og sér ætti að nægja til að slá á þetta fyrirkomulag sem því miður virðist vera að ryðja sér til rúms í fleiri atvinnugreinum og eru ekki annað en gerviverktaka. Að þessu sögðu má velta því fyrir sér hvaða máli slík gerviverktaka getur skipt og hvað það er sem fær fyrirtæki til að freista þess að hafa þennan hátt á starfsmannaráðningum.Þegar málin eru skoðuð nánar virðast fyrirtækin nefnilega geta sparað mjög verulega í rekstrarkostnaði á kostnað viðkomandi starfsmanna og dregið stórkostlega úr skattgreiðslum. Nærtækt er að benda á eftirfarandi atriði: Engin launatengd gjöld Það þýðir að ekkert mótframlag er greitt frá vinnuveitanda í lífeyrissjóð né séreign, ekkert tryggingagjald (6,1% af heildarlaunum) og engin stéttarfélagsgjöld. Engin staðgreiðsla skattaFyrirtækið sér ekki um staðgreiðslu skatta og leggur þannig á starfsmanninn (gerviverktakann) að ganga frá þeim málum sjálfur. Engin félagsleg réttindi Þeir menn sem lúta þessu fyrirkomulagi búa við verulega skertan veikindarétt og hafa í raun nánast engin félagsleg réttindi s.s. fæðingarorlof, uppsagnarfrest, rétt til bóta o.þ.h. Afarkostir vinnuveitandaFyrirtæki getur auðveldlega sett mönnum í þessari stöðu afarkosti og stuðlað þannig auðveldlega að launalækkunum sem í krafti þessa kallar á félagsleg undirboð. Þetta sem nefnt er hér að ofan gerir það að verkum að gjöld fyrirtækja til hins opinbera snarminnka, og má færa fyrir því rök að ríkiskassinn verði af verulegum tekjum vegna þessa. Auk þessa má sjá að með þessu fyrirkomulagi getur vinnuveitandi sett viðkomandi afarkosti sem hann annað hvort samþykkir eða hafnar. Dæmi þessa mátti sjá í verkfallsvörslu þ. 01.02.2021 þegar forstjóri Bláfugls setti „sjálfstætt starfandi flugmönnum“ sínum þá afarkosti að annað hvort færu menn flugið eða yrðu reknir, þau skilaboð fengum við frá „sjálfstætt starfandi flugmanni“ sem orðaði það þannig: „I was told to do this“ þegar hann mætti verkfallsvörðum með hörku. Dæmin sanna að afarkostir hafa einnig veruleg áhrif á flugöryggi þar sem almenn dómgreind gerviverktakans getur verið skert, pressan ýtir mönnum út fyrir mörk. Við sjáum annað dæmi um afarkosti Bláfugls þegar gerviverktakarnir þurfa að taka sína hvíld á Íslandi. Þeim er þá gert að halda sig innan flugvallarsvæðisins (fara s.s. ekki hefðbundna leið í gegnum vegabréfsskoðun og toll) og taka sína hvíld í einhverri aðstöðu sem búin hefur verið til innan flugvallarins hjá Vallarvinum. Þar hvíla þeir sig í allt að 36 klst. áður en þeir fara í næsta flug og á meðan hvíldinni stendur er þeim ekki hleypt úr húsi. Þetta kallast ekkert annað en stofufangelsi og ég dreg það stórlega í efa að þetta sé hreinlega í boði nokkurs staðar annars staðar í vestrænum heimi. Þetta skulu menn gera ellegar að öllum líkindum missa vinnuna. Að þessu sögðu er ekki hægt að komast hjá því að nefna þann stóra þátt sem SA hefur í þessu öllu saman.Þeir sitja við samningaborðið og það er ljóst að þetta fyrirkomulag er eitthvað sem SA gæti vel hugsað sér á íslenskum vinnumarkaði, þ.e. að leggja allt á réttindalausa starfsmenn, sleppa launatengdum gjöldum, veikindarétti, fæðingarorlofsrétti ásamt staðgreiðslu skatta o.fl. Það er með hreinum ólíkindum að formaður samninganefndar Bláfugls sé á sama tíma í stjórn Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun á að sinna eftirliti með félagslegum undirboðum og það er algerlega á hreinu að Bláfugl stundar slík undirboð af krafti um þessar mundir. Sjá menn virkilega enga hagsmunaárekstra í þessu? FÍA hefur ítrekað óskað eftir úrskurðum Vinnumálastofnunar og gögnum en aldrei fengið svör nema í eitt skipti. Það getur tæpast verið tilviljun. SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Það er því með hreinum ólíkindum að framangreind vinnubrögð skuli viðgangast. Höfundur er formaður samninganefndar FÍA við Bláfugl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. Sú ákvörðun að segja upp öllum fastráðnum flugmönnum hjá félaginu og manna flugmannsstöður þess í stað með því sem forstjóri Bláfugls kallar „sjálfstætt starfandi flugmenn“ er gerningur sem FÍA hefur ítrekað skorað á Bláfugl að draga til baka, enda sé hún brot gegn m.a. við 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur Það sem Bláfugl leyfir sér að kalla „sjálfstætt starfandi flugmaður“ er í raun hugtak sem á sér enga stoð. Það er einfaldlega ekki hægt að vera „sjálfstætt starfandi flugmaður í því umhverfi sem flugrekstur er. Flugiðnaðurinn lýtur einhverju ítarlegasta regluverki sem til er, mér vitandi er einungis kjarnorkuiðnaðurinn með stærra regluverk en flugið. Því regluverki er hreinlega ekki hægt að framfylgja með „sjálfstætt starfandi flugmönnum“. Flugmenn ganga ekki á milli verkefna líkt og venjulegir verktakar sem við þekkjum. Hann skaffar ekki tæki og tól til verksins og fellur á engan hátt undir þær skilgreiningar sem verktakar falla undir í lögum og reglum hér á landi. Mýmargir dómar hafa fallið í málum um verktöku og fordæmin eru klárlega ekki til þess fallin að styrkja afstöðu Bláfugls. Þetta eitt og sér ætti að nægja til að slá á þetta fyrirkomulag sem því miður virðist vera að ryðja sér til rúms í fleiri atvinnugreinum og eru ekki annað en gerviverktaka. Að þessu sögðu má velta því fyrir sér hvaða máli slík gerviverktaka getur skipt og hvað það er sem fær fyrirtæki til að freista þess að hafa þennan hátt á starfsmannaráðningum.Þegar málin eru skoðuð nánar virðast fyrirtækin nefnilega geta sparað mjög verulega í rekstrarkostnaði á kostnað viðkomandi starfsmanna og dregið stórkostlega úr skattgreiðslum. Nærtækt er að benda á eftirfarandi atriði: Engin launatengd gjöld Það þýðir að ekkert mótframlag er greitt frá vinnuveitanda í lífeyrissjóð né séreign, ekkert tryggingagjald (6,1% af heildarlaunum) og engin stéttarfélagsgjöld. Engin staðgreiðsla skattaFyrirtækið sér ekki um staðgreiðslu skatta og leggur þannig á starfsmanninn (gerviverktakann) að ganga frá þeim málum sjálfur. Engin félagsleg réttindi Þeir menn sem lúta þessu fyrirkomulagi búa við verulega skertan veikindarétt og hafa í raun nánast engin félagsleg réttindi s.s. fæðingarorlof, uppsagnarfrest, rétt til bóta o.þ.h. Afarkostir vinnuveitandaFyrirtæki getur auðveldlega sett mönnum í þessari stöðu afarkosti og stuðlað þannig auðveldlega að launalækkunum sem í krafti þessa kallar á félagsleg undirboð. Þetta sem nefnt er hér að ofan gerir það að verkum að gjöld fyrirtækja til hins opinbera snarminnka, og má færa fyrir því rök að ríkiskassinn verði af verulegum tekjum vegna þessa. Auk þessa má sjá að með þessu fyrirkomulagi getur vinnuveitandi sett viðkomandi afarkosti sem hann annað hvort samþykkir eða hafnar. Dæmi þessa mátti sjá í verkfallsvörslu þ. 01.02.2021 þegar forstjóri Bláfugls setti „sjálfstætt starfandi flugmönnum“ sínum þá afarkosti að annað hvort færu menn flugið eða yrðu reknir, þau skilaboð fengum við frá „sjálfstætt starfandi flugmanni“ sem orðaði það þannig: „I was told to do this“ þegar hann mætti verkfallsvörðum með hörku. Dæmin sanna að afarkostir hafa einnig veruleg áhrif á flugöryggi þar sem almenn dómgreind gerviverktakans getur verið skert, pressan ýtir mönnum út fyrir mörk. Við sjáum annað dæmi um afarkosti Bláfugls þegar gerviverktakarnir þurfa að taka sína hvíld á Íslandi. Þeim er þá gert að halda sig innan flugvallarsvæðisins (fara s.s. ekki hefðbundna leið í gegnum vegabréfsskoðun og toll) og taka sína hvíld í einhverri aðstöðu sem búin hefur verið til innan flugvallarins hjá Vallarvinum. Þar hvíla þeir sig í allt að 36 klst. áður en þeir fara í næsta flug og á meðan hvíldinni stendur er þeim ekki hleypt úr húsi. Þetta kallast ekkert annað en stofufangelsi og ég dreg það stórlega í efa að þetta sé hreinlega í boði nokkurs staðar annars staðar í vestrænum heimi. Þetta skulu menn gera ellegar að öllum líkindum missa vinnuna. Að þessu sögðu er ekki hægt að komast hjá því að nefna þann stóra þátt sem SA hefur í þessu öllu saman.Þeir sitja við samningaborðið og það er ljóst að þetta fyrirkomulag er eitthvað sem SA gæti vel hugsað sér á íslenskum vinnumarkaði, þ.e. að leggja allt á réttindalausa starfsmenn, sleppa launatengdum gjöldum, veikindarétti, fæðingarorlofsrétti ásamt staðgreiðslu skatta o.fl. Það er með hreinum ólíkindum að formaður samninganefndar Bláfugls sé á sama tíma í stjórn Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun á að sinna eftirliti með félagslegum undirboðum og það er algerlega á hreinu að Bláfugl stundar slík undirboð af krafti um þessar mundir. Sjá menn virkilega enga hagsmunaárekstra í þessu? FÍA hefur ítrekað óskað eftir úrskurðum Vinnumálastofnunar og gögnum en aldrei fengið svör nema í eitt skipti. Það getur tæpast verið tilviljun. SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Það er því með hreinum ólíkindum að framangreind vinnubrögð skuli viðgangast. Höfundur er formaður samninganefndar FÍA við Bláfugl.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar