Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2021 20:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. Á rafrænum fjárfestafundi í morgun kynnti forstjóri Icelandair 51 milljarðs króna taprekstur á nýliðnu ári en kvaðst jafnframt bjartsýnn um að bólusetningar leiði til þess að ferðatakmörkunum verði aflétt jafnt og þétt. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann þó enn langt í að fyrri stöðu fyrirtækisins verði náð. Boeing 767-þota Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð.Arnar Halldórsson „Við gerðum ráð fyrir því að þetta ár, 2021, yrði svona 1/3 tæplega af því sem við sáum fyrir covid. Og við erum svona ennþá að vinna með það, að við verðum í svona þrjátíu prósent framleiðslu af 2019, á þessu ári í heild. Og við verðum komin í sömu stöðu 2024 og við vorum fyrir covid. Það er svona grunnmyndin sem við erum að horfa til. En síðan er þetta að sjálfsögðu allt breytingum háð,“ segir Bogi Nils. Fyrstu merki um bata sjást nú með því að byrjað er að auglýsa eftir flugmönnum og von á endurkomu Max-vélanna. Samanburður á starfsmannafjölda frá árslokum 2019 til ársloka 2020 lýsir þó vel högginu. Fjöldinn fór úr nærri 4.300 manns niður í um 1.500 og fækkaði um 2.700 manns. Starfsmannafjöldi Icelandair í árslok 2020 var 36 prósent af því sem var á sama tíma árið áður. Fækkunin nemur 2.725 manns.Grafík: Hafsteinn Þórðarson/Heimild: Icelandair Icelandair er langstærsta fyrirtæki í ferðaþjónustu hérlendis og því spyrja margir: Hvenær verður farið að endurráða fólk? Hve margir munu fá vinnu í sumar? „Óvissan er mjög mikil ennþá en við erum bjartsýn á að þetta fari í gang í sumar. Og ef það gerist þá munum við ráða til baka. Og við vonumst að sjálfsögðu til þess að það verði sem flestir. Af okkar frábæra fólki sem við því miður þurftum að segja upp á síðasta ári. En óvissan er klárlega mjög mikil ennþá. Þannig að þetta liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. febrúar 2021 13:16 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Á rafrænum fjárfestafundi í morgun kynnti forstjóri Icelandair 51 milljarðs króna taprekstur á nýliðnu ári en kvaðst jafnframt bjartsýnn um að bólusetningar leiði til þess að ferðatakmörkunum verði aflétt jafnt og þétt. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann þó enn langt í að fyrri stöðu fyrirtækisins verði náð. Boeing 767-þota Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð.Arnar Halldórsson „Við gerðum ráð fyrir því að þetta ár, 2021, yrði svona 1/3 tæplega af því sem við sáum fyrir covid. Og við erum svona ennþá að vinna með það, að við verðum í svona þrjátíu prósent framleiðslu af 2019, á þessu ári í heild. Og við verðum komin í sömu stöðu 2024 og við vorum fyrir covid. Það er svona grunnmyndin sem við erum að horfa til. En síðan er þetta að sjálfsögðu allt breytingum háð,“ segir Bogi Nils. Fyrstu merki um bata sjást nú með því að byrjað er að auglýsa eftir flugmönnum og von á endurkomu Max-vélanna. Samanburður á starfsmannafjölda frá árslokum 2019 til ársloka 2020 lýsir þó vel högginu. Fjöldinn fór úr nærri 4.300 manns niður í um 1.500 og fækkaði um 2.700 manns. Starfsmannafjöldi Icelandair í árslok 2020 var 36 prósent af því sem var á sama tíma árið áður. Fækkunin nemur 2.725 manns.Grafík: Hafsteinn Þórðarson/Heimild: Icelandair Icelandair er langstærsta fyrirtæki í ferðaþjónustu hérlendis og því spyrja margir: Hvenær verður farið að endurráða fólk? Hve margir munu fá vinnu í sumar? „Óvissan er mjög mikil ennþá en við erum bjartsýn á að þetta fari í gang í sumar. Og ef það gerist þá munum við ráða til baka. Og við vonumst að sjálfsögðu til þess að það verði sem flestir. Af okkar frábæra fólki sem við því miður þurftum að segja upp á síðasta ári. En óvissan er klárlega mjög mikil ennþá. Þannig að þetta liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. febrúar 2021 13:16 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. febrúar 2021 13:16
Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53
Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15