Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 07:00 Óhætt er að segja að Davíð Kristinsson sé í mörgum hlutverkum á Seyðisfirði. Vísir/Egill „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira