ESPN: Man City ætlar að reyna við Messi en fara allt aðra leið en PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:00 Brotið á Lionel Messi í leik Barcelona og Real Betis í spænska boltanum um helgina. EPA-EFE/Julio Munoz Manchester City hefur ekki gefið upp vonina um að ná í Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar ef marka má heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN. Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Sjá meira
Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki