Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 23:09 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Fleiri fréttir Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Fleiri fréttir Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Sjá meira
Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53