Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 23:09 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53