Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2021 16:31 Langflestum flugfreyjum Icelandair var sagt upp á síðasta ári. Til stendur að endurráða margar þegar ferðalög verða aftur hluti af lífi fólks. Vísir/Vilhelm Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19
Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27
Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49