Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Þórarinn Lárusson skrifar 8. febrúar 2021 09:30 Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. Því ekki að láta sér detta í hug aðrar og leiðir til mótvægis neikvæðu kolefnisspori framræslunnar með því að velja til ræktunar, einkum á slíku lítt nýttu eða ónýttu landi,gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni. Val á slíkri ræktun þarf fyrst og fremst að skila eftirsóttri og góðri markaðsvöru og sem mestri kolefnisbindingu. Auk þess mætti nefna möguleika á úrvinnslu uppskerunnar með tilliti til virðisauka og atvinnusköpunar. Einkum dettur manni í hug nytjaplöntur eins og korntegundir (einkum bygg og hafrar), repja og hampur. Vafalítið mætti nefna eitthvað fleira, ekki síst skógrækt, bæði sem samfelldur skógur, þar sem skurðakerfi er orðið lítt nýtilegt og eða staðsett á erfiðu ræktunarlandi af einhverjum ástæðum eða hreinlega sem skjólbelti fyrir nytjagróður þann, sem fyrr er nefndur og víðar eftir atvikum. Látum þetta þó nægja að sinni , en reynum í staðinn að gera hverri gróðurtegund nokkur skil, þótt það verði engan veginn tæmandi í þessum pistli. Korn til þroska og þá helst bygg, en hafrar sækja mjög á, auk þess, sem hveiti og rúgur koma til greina á skjólgóðum og gróðurvænlegum stöðum og í takt við hlýnun jarðar. Afnota- og markaðsgildi þessara tegunda hafa hingað til helst verið bundin við skepnufóður, en hafa þó í vaxandi mæli sótt sér markað til manneldis, bæði í lífrænni ræktun (dæmi, Móðir jörð í Vallanesi) og hefðbundinni (dæmi, Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og Sandhóll í Meðallandi) Repja, vetrareinær og/eða einær (nepja). Repjurækt er, meira og minna, komin til að vera í landinu. Úr henni er unnin repjuolía, sem notuð er bæði sem eldsneyti og til manneldis og úr hratinu eftir að olían hefur verið pressuð úr uppskerunni er afgangurinn kögglaður í afbragðs skepnufóður. Dæmi um jarðir, þar sem repjurækt er komin vel af stað, má nefna alla þá staði, sem nefndir voru hér að framan, en eru miklu fleiri. Hampur er, af þeim gróðurtegundum, sem hér hafa verið nefndar og að þeim ólöstuðum, sú tegund sem langmest leynir á sér að verðmætum , markaðsgildi og að ég hygg, varðandi kolefnisbindingu einnig, en líka sú, sem styst er á veg komin hérlendis í ræktun og nýtingu. Stafar það ekki síst af því að fram til þessa hefur hún verið á bannlista í ræktun, þar sem hún hefur þótt varhugaverð vegna þess að sum yrkja hennar innihalda vímuefni (kannabis). Þar sem þessu banni hefur nýlega verið aflétt hér á landi og víða erlendis, er enginn vafi á að ræktun á þessum yrkjum, sem í kjölfarið nefnist iðnaðarhampur með hverfandi innihald vímuefna, hefur alla burði til þess að vaxa sem ein af okkar stærstu og merkustu nytjaplöntum í náinni framtíð, taki menn sig til á annað borð. – Hér verður ekki reynt að tíunda nánar notagildi plöntu þessarar, sem yrði mjög plássfrekt ef allt væri talið, en vísað til þeirra, sem má með sanni kalla brautryðjendur á þessu sviði hérlendis, en þau eru ábúendur í Gautavík í Berufirði og heita Oddný Anna Björnsdóttir og Pálmi Einarsson og veita forstöðu Rannsókna-og þróunarsetrinu Geisla í Gautavík (Hampur). Skógrækt, eins og getið er um hér að framan og sem mikil reynsla er komin á, en vísað á Skógrækt ríkisins og skógræktarfélög til frekari upplýsinga. Þær mótvægisaðgerðir, sem nefndar eru hér að framan í formi verðmætrar ræktunar og kolefnisbindingar í framræstu landi, eru engan veginn tæmandi, en gefa þó hugmynd um raunverulegan kost umfram ofanískurðmokstur, sem manni finnst líkast því, sem verið sé að sópa vandamálinu undir teppið... Heyrst hefur að einkaverktakafyrirtæki það, sem hefur verið að undirbúa ofanímoksturinn á vegum svonefnds Votlendissjóðs, hafi loks eftir ein þrjú ár, náð að hylja skurði moldu, sem bleyti upp og eyðileggi ræktunarmöguleika á sem nemur 135 ha lands við mikinn fögnuð þeirra sem að stóðu. Að hylja skurði mold er dæmi um mikið hugsana-og ráðaleysi framámanna á sviði landbúnaðar- og umhverfismála, fólks á alþingi og fleiri, að láta sér detta í hug, þegar augljós önnur ráð blasa við, að eyða fjámagni og fyrirhöfn í að moka ofan í þá skurði og styrkja bændur til þess, sem á fyrri tíð voru grafnir með enn meiri kostnaði og erfiði og bændur þar að auki styrktir til þess, sjálfsagt í engu minna mæli en fyrir ofanímoksturinn nú... Þetta er svo sannarlega eins og að vera að pissa í skóinn sinn eða dæmið fræga um þá vinnu, sem kennd var við geðveikrahæli, þar sem sjúklingarnir voru látnir moka sandi í hjólbörur og hvolfa úr þeim í binginn aftur til að endurtaka leikinn aftur og aftur, sem sagt hringavitleysa... Er von að spurt sé hvort fólki finnist virkilega ásættanlegt að greiða eins konar aflátsfé til verndar hlýnunar jarðar, sem nýtt er annars vegar í áróðursstríð og hins vegar til að eyðileggja land? Hér með er skorað á ráðamenn að hugsa þetta mál alveg upp á nýtt og stoppa þessar landskemmdir á stundinni og láta engan mann heyra af þessari vitleysu meir, en snúa sér að krafti í vitræna uppbyggingu í anda þess, sem fram kemur hér og í Aldamótaljóði Hannesar Hafstein: „Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Þó var í þá daga ekki nálægt því eins krefjandi og nú og í framtíðinni að efla matvælaframleiðslu í vaxandi þörf, en rýrnandi ræktunarlandi. Nú eru nýliðin önnur aldamót, en enginn Hannes Hafstein né aðrir almennilegir aldamótamenn sjáanlegir, sem hugsa fram á veginn, heldur eitthvert lið ráðið af ríkinu til að paufast við að moka yfir hugsjónir gullaldamannanna... ,,Hvar er vor fornaldar frægð, frelsið og manndáðin bezt“, orti þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson í kvæðinu ,,Ísland, farsælda frón“ fyrir um 200 árum og hvatti menn til dáða, já hver er vor frægð...? Þess skal að lokum getið að höfundur greinarinnar er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, og hafa aðrir í stjórn félagsins einróma lýst sig efnislega sammála greininni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. Því ekki að láta sér detta í hug aðrar og leiðir til mótvægis neikvæðu kolefnisspori framræslunnar með því að velja til ræktunar, einkum á slíku lítt nýttu eða ónýttu landi,gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni. Val á slíkri ræktun þarf fyrst og fremst að skila eftirsóttri og góðri markaðsvöru og sem mestri kolefnisbindingu. Auk þess mætti nefna möguleika á úrvinnslu uppskerunnar með tilliti til virðisauka og atvinnusköpunar. Einkum dettur manni í hug nytjaplöntur eins og korntegundir (einkum bygg og hafrar), repja og hampur. Vafalítið mætti nefna eitthvað fleira, ekki síst skógrækt, bæði sem samfelldur skógur, þar sem skurðakerfi er orðið lítt nýtilegt og eða staðsett á erfiðu ræktunarlandi af einhverjum ástæðum eða hreinlega sem skjólbelti fyrir nytjagróður þann, sem fyrr er nefndur og víðar eftir atvikum. Látum þetta þó nægja að sinni , en reynum í staðinn að gera hverri gróðurtegund nokkur skil, þótt það verði engan veginn tæmandi í þessum pistli. Korn til þroska og þá helst bygg, en hafrar sækja mjög á, auk þess, sem hveiti og rúgur koma til greina á skjólgóðum og gróðurvænlegum stöðum og í takt við hlýnun jarðar. Afnota- og markaðsgildi þessara tegunda hafa hingað til helst verið bundin við skepnufóður, en hafa þó í vaxandi mæli sótt sér markað til manneldis, bæði í lífrænni ræktun (dæmi, Móðir jörð í Vallanesi) og hefðbundinni (dæmi, Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og Sandhóll í Meðallandi) Repja, vetrareinær og/eða einær (nepja). Repjurækt er, meira og minna, komin til að vera í landinu. Úr henni er unnin repjuolía, sem notuð er bæði sem eldsneyti og til manneldis og úr hratinu eftir að olían hefur verið pressuð úr uppskerunni er afgangurinn kögglaður í afbragðs skepnufóður. Dæmi um jarðir, þar sem repjurækt er komin vel af stað, má nefna alla þá staði, sem nefndir voru hér að framan, en eru miklu fleiri. Hampur er, af þeim gróðurtegundum, sem hér hafa verið nefndar og að þeim ólöstuðum, sú tegund sem langmest leynir á sér að verðmætum , markaðsgildi og að ég hygg, varðandi kolefnisbindingu einnig, en líka sú, sem styst er á veg komin hérlendis í ræktun og nýtingu. Stafar það ekki síst af því að fram til þessa hefur hún verið á bannlista í ræktun, þar sem hún hefur þótt varhugaverð vegna þess að sum yrkja hennar innihalda vímuefni (kannabis). Þar sem þessu banni hefur nýlega verið aflétt hér á landi og víða erlendis, er enginn vafi á að ræktun á þessum yrkjum, sem í kjölfarið nefnist iðnaðarhampur með hverfandi innihald vímuefna, hefur alla burði til þess að vaxa sem ein af okkar stærstu og merkustu nytjaplöntum í náinni framtíð, taki menn sig til á annað borð. – Hér verður ekki reynt að tíunda nánar notagildi plöntu þessarar, sem yrði mjög plássfrekt ef allt væri talið, en vísað til þeirra, sem má með sanni kalla brautryðjendur á þessu sviði hérlendis, en þau eru ábúendur í Gautavík í Berufirði og heita Oddný Anna Björnsdóttir og Pálmi Einarsson og veita forstöðu Rannsókna-og þróunarsetrinu Geisla í Gautavík (Hampur). Skógrækt, eins og getið er um hér að framan og sem mikil reynsla er komin á, en vísað á Skógrækt ríkisins og skógræktarfélög til frekari upplýsinga. Þær mótvægisaðgerðir, sem nefndar eru hér að framan í formi verðmætrar ræktunar og kolefnisbindingar í framræstu landi, eru engan veginn tæmandi, en gefa þó hugmynd um raunverulegan kost umfram ofanískurðmokstur, sem manni finnst líkast því, sem verið sé að sópa vandamálinu undir teppið... Heyrst hefur að einkaverktakafyrirtæki það, sem hefur verið að undirbúa ofanímoksturinn á vegum svonefnds Votlendissjóðs, hafi loks eftir ein þrjú ár, náð að hylja skurði moldu, sem bleyti upp og eyðileggi ræktunarmöguleika á sem nemur 135 ha lands við mikinn fögnuð þeirra sem að stóðu. Að hylja skurði mold er dæmi um mikið hugsana-og ráðaleysi framámanna á sviði landbúnaðar- og umhverfismála, fólks á alþingi og fleiri, að láta sér detta í hug, þegar augljós önnur ráð blasa við, að eyða fjámagni og fyrirhöfn í að moka ofan í þá skurði og styrkja bændur til þess, sem á fyrri tíð voru grafnir með enn meiri kostnaði og erfiði og bændur þar að auki styrktir til þess, sjálfsagt í engu minna mæli en fyrir ofanímoksturinn nú... Þetta er svo sannarlega eins og að vera að pissa í skóinn sinn eða dæmið fræga um þá vinnu, sem kennd var við geðveikrahæli, þar sem sjúklingarnir voru látnir moka sandi í hjólbörur og hvolfa úr þeim í binginn aftur til að endurtaka leikinn aftur og aftur, sem sagt hringavitleysa... Er von að spurt sé hvort fólki finnist virkilega ásættanlegt að greiða eins konar aflátsfé til verndar hlýnunar jarðar, sem nýtt er annars vegar í áróðursstríð og hins vegar til að eyðileggja land? Hér með er skorað á ráðamenn að hugsa þetta mál alveg upp á nýtt og stoppa þessar landskemmdir á stundinni og láta engan mann heyra af þessari vitleysu meir, en snúa sér að krafti í vitræna uppbyggingu í anda þess, sem fram kemur hér og í Aldamótaljóði Hannesar Hafstein: „Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Þó var í þá daga ekki nálægt því eins krefjandi og nú og í framtíðinni að efla matvælaframleiðslu í vaxandi þörf, en rýrnandi ræktunarlandi. Nú eru nýliðin önnur aldamót, en enginn Hannes Hafstein né aðrir almennilegir aldamótamenn sjáanlegir, sem hugsa fram á veginn, heldur eitthvert lið ráðið af ríkinu til að paufast við að moka yfir hugsjónir gullaldamannanna... ,,Hvar er vor fornaldar frægð, frelsið og manndáðin bezt“, orti þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson í kvæðinu ,,Ísland, farsælda frón“ fyrir um 200 árum og hvatti menn til dáða, já hver er vor frægð...? Þess skal að lokum getið að höfundur greinarinnar er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, og hafa aðrir í stjórn félagsins einróma lýst sig efnislega sammála greininni.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun