Úr fókus, í fókus Andri Thor Birgisson skrifar 7. febrúar 2021 07:01 Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun