Leit heldur áfram í birtingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 23:18 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. „Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2. Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2.
Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira