Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Sylvía Hall skrifar 6. febrúar 2021 07:29 John Snorri Sigurjónsson ásamt feðgunum Ali og Sajid, en Sajid sneri við eftir að súrefniskútur hans hætti að virka. Ekkert hefur spurst til John og Ali. John Snorri Sigurjónsson Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúman sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. John Snorri gengur ásamt feðgunum Ali Sadpara og Sajid Sadpara auk JP Mohr frá Chile, en þeir hafa stefnt að því að ná tindi K2 að vetrarlagi. Slík för þykir afar hættuleg en fjallið er 8.611 metrar, næsthæsta fjall heims. Sajid sneri þó við á lokasprettinum þegar súrefniskútur hans hætti að virka. Engar fregnir hafa þó borist af hópnum síðan þeir sáust síðast á föstudagsmorgun. „Okkur þykir miður að greina frá því að við höfum ekki fengið neinar fréttir af John, Ali og Pablo eftir nóttina. Eina sem við vitum er að Sajid Ali er öruggur á leið niður úr þriðju búðum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra. Þar er pakistanska hernum þakkað fyrir viðbrögð sín sem og utanríkisráðuneytinu hér á landi. „Takk fyrir stuðninginn, við höldum í trúna.“ Sjerpar fluttir á fjallið til leitar Fram kom á Instagram-síðu John Snorra í gærmorgun að fjórmenningarnir hefðu verið á göngu í tólf og hálfan tíma. Áætlaði hann að það tæki fimmtán til sextán klukkustundir að komast á toppinn. Ískalt er í efstu hæðum K2 þar sem frostið er um 40 gráður og enn kaldara með vindáhrifum. Hægt hefur verið að fylgjast með John Snorra á göngu í gegnum Garmin-búnað og þannig staðsetja hann í fjallinu. Rafhlaðan kláraðist í kuldanum í hlíðum K2 og því ekki verið hægt að fylgjast með þar síðan. John Snorri hefur notað búnað frá Garmin og var hægt að fylgjast með staðsetningu hans áður en rafhlaðan kláraðist.Skjáskot/Garmin Fjallgöngumaðurinn og tindaþjálfarinn Alan Arnette hefur fylgst með stöðu mála á bloggsíðu sinni. Í nýrri færslu greinir hann frá fyrirhugaðri leit hersins, en við leitina verða sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn fyrir göngumenn um áratugaskeið, fluttir með þyrlum ofarlega á fjallið. „Það er óvíst hversu hátt þyrlurnar komast þegar vindurinn nær rúmlega þrettán metrum á sekúndu í tuttugu þúsund feta hæð,“ skrifar Arnette, sem býst ekki við frekari upplýsingum fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. „Mögulega ekki fyrr en seint á laugardag eða jafnvel á sunnudag.“ Fjallgöngumaðurinn Muhammad Ali segir björgunaraðila búa sig undir mögulegar björgunaraðgerðir. Enn sé beðið eftir fregnum af göngumönnunum. Update: #k2winterexpedition2021We are still waiting for Ali, John Snorri and JP Mohr to get in contact. While precautionary measures are being undertaken in case of a rescue being necessary. Last communication b/w sajid and base camp was at 01:00am and 04:00am. PrayersRao Ahmad— Muhammad Ali Sadpara (@ali_sadpara) February 6, 2021 Nepal Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27 John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
John Snorri gengur ásamt feðgunum Ali Sadpara og Sajid Sadpara auk JP Mohr frá Chile, en þeir hafa stefnt að því að ná tindi K2 að vetrarlagi. Slík för þykir afar hættuleg en fjallið er 8.611 metrar, næsthæsta fjall heims. Sajid sneri þó við á lokasprettinum þegar súrefniskútur hans hætti að virka. Engar fregnir hafa þó borist af hópnum síðan þeir sáust síðast á föstudagsmorgun. „Okkur þykir miður að greina frá því að við höfum ekki fengið neinar fréttir af John, Ali og Pablo eftir nóttina. Eina sem við vitum er að Sajid Ali er öruggur á leið niður úr þriðju búðum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra. Þar er pakistanska hernum þakkað fyrir viðbrögð sín sem og utanríkisráðuneytinu hér á landi. „Takk fyrir stuðninginn, við höldum í trúna.“ Sjerpar fluttir á fjallið til leitar Fram kom á Instagram-síðu John Snorra í gærmorgun að fjórmenningarnir hefðu verið á göngu í tólf og hálfan tíma. Áætlaði hann að það tæki fimmtán til sextán klukkustundir að komast á toppinn. Ískalt er í efstu hæðum K2 þar sem frostið er um 40 gráður og enn kaldara með vindáhrifum. Hægt hefur verið að fylgjast með John Snorra á göngu í gegnum Garmin-búnað og þannig staðsetja hann í fjallinu. Rafhlaðan kláraðist í kuldanum í hlíðum K2 og því ekki verið hægt að fylgjast með þar síðan. John Snorri hefur notað búnað frá Garmin og var hægt að fylgjast með staðsetningu hans áður en rafhlaðan kláraðist.Skjáskot/Garmin Fjallgöngumaðurinn og tindaþjálfarinn Alan Arnette hefur fylgst með stöðu mála á bloggsíðu sinni. Í nýrri færslu greinir hann frá fyrirhugaðri leit hersins, en við leitina verða sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn fyrir göngumenn um áratugaskeið, fluttir með þyrlum ofarlega á fjallið. „Það er óvíst hversu hátt þyrlurnar komast þegar vindurinn nær rúmlega þrettán metrum á sekúndu í tuttugu þúsund feta hæð,“ skrifar Arnette, sem býst ekki við frekari upplýsingum fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. „Mögulega ekki fyrr en seint á laugardag eða jafnvel á sunnudag.“ Fjallgöngumaðurinn Muhammad Ali segir björgunaraðila búa sig undir mögulegar björgunaraðgerðir. Enn sé beðið eftir fregnum af göngumönnunum. Update: #k2winterexpedition2021We are still waiting for Ali, John Snorri and JP Mohr to get in contact. While precautionary measures are being undertaken in case of a rescue being necessary. Last communication b/w sajid and base camp was at 01:00am and 04:00am. PrayersRao Ahmad— Muhammad Ali Sadpara (@ali_sadpara) February 6, 2021
Nepal Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27 John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41
Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27
John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14