Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira