Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 20:01 Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir. Stöð 2 Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á Íslandi og verður að óbreyttu vísað úr landi. Lögmaður Uhunoma telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ segir Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma. Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Vísir/Sigurjón Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ segir Uhunoma. Saknar fjölskyldunnar þegar hann skýst út Uhunoma flúði Nígeríu og segist svo hafa verið hnepptur í vinnumansal í Líbýu. Þar hafi honum ítrekað verið nauðgað af manni sem hann vann fyrir. Uhunoma komst loks til Ítalíu og þaðan til Íslands. Síðustu mánuði hefur hann búið hjá sex manna fjölskyldu í Reykjavík, sem hann lítur nú á sem sína eigin. Uhunoma Osayomore og Morgane Priet-Mahéo, fósturmamma Uhunoma.Vísir/Sigurjón „Ef ég er úti og kem ekki heim sakna ég þeirra þessara klukkutíma sem ég er úti. Í gær sagði lögreglan að hún ætlaði að koma og vísa mér úr landi. Þannig að ég er mjög hræddur,“ segir Uhunoma. Var í áfalli allan gærdaginn Fósturmóðir Uhunoma segir hann orðinn einn af fjölskyldunni og hafi sérstaklega tengst yngsta barninu, hinum átta mánaða Tristani, sterkum böndum. En hún hefur áhyggjur af framtíðinni. „Ég er mjög hrædd. Ég var í áfalli í allan dag í gær,“ segir Morgane Priet-Mahéo, fósturmamma Uhunoma. Lögregla bankaði upp á hjá fjölskyldunni í gær í þeim erindagjörðum að vísa Uhunoma úr landi. „Hann er að springa. Þegar hann var á Ítalíu var ekki hægt að tala um það sem gerðist, það var búið að stríða honum um kynferðisofbeldi sem hann upplifði svo hann er búinn að halda öllu inni.“ Uhunoma unir sér vel á Íslandi; þeytist um á rafskútunni sinni, kíkir á kaffihús og skoðar föt í Kringlunni. Hann dreymir um framtíð hér; nám og starfsferil. „Jafnvel þótt ég verði látinn vinna í tuttugu ár, bara til að vera frjáls á Íslandi, þá er ég tilbúinn til þess.“ Viðtal kvöldfrétta Stöðvar 2 við Uhnoma og Morgane fósturmóður hans má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni. Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á Íslandi og verður að óbreyttu vísað úr landi. Lögmaður Uhunoma telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ segir Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma. Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Vísir/Sigurjón Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ segir Uhunoma. Saknar fjölskyldunnar þegar hann skýst út Uhunoma flúði Nígeríu og segist svo hafa verið hnepptur í vinnumansal í Líbýu. Þar hafi honum ítrekað verið nauðgað af manni sem hann vann fyrir. Uhunoma komst loks til Ítalíu og þaðan til Íslands. Síðustu mánuði hefur hann búið hjá sex manna fjölskyldu í Reykjavík, sem hann lítur nú á sem sína eigin. Uhunoma Osayomore og Morgane Priet-Mahéo, fósturmamma Uhunoma.Vísir/Sigurjón „Ef ég er úti og kem ekki heim sakna ég þeirra þessara klukkutíma sem ég er úti. Í gær sagði lögreglan að hún ætlaði að koma og vísa mér úr landi. Þannig að ég er mjög hræddur,“ segir Uhunoma. Var í áfalli allan gærdaginn Fósturmóðir Uhunoma segir hann orðinn einn af fjölskyldunni og hafi sérstaklega tengst yngsta barninu, hinum átta mánaða Tristani, sterkum böndum. En hún hefur áhyggjur af framtíðinni. „Ég er mjög hrædd. Ég var í áfalli í allan dag í gær,“ segir Morgane Priet-Mahéo, fósturmamma Uhunoma. Lögregla bankaði upp á hjá fjölskyldunni í gær í þeim erindagjörðum að vísa Uhunoma úr landi. „Hann er að springa. Þegar hann var á Ítalíu var ekki hægt að tala um það sem gerðist, það var búið að stríða honum um kynferðisofbeldi sem hann upplifði svo hann er búinn að halda öllu inni.“ Uhunoma unir sér vel á Íslandi; þeytist um á rafskútunni sinni, kíkir á kaffihús og skoðar föt í Kringlunni. Hann dreymir um framtíð hér; nám og starfsferil. „Jafnvel þótt ég verði látinn vinna í tuttugu ár, bara til að vera frjáls á Íslandi, þá er ég tilbúinn til þess.“ Viðtal kvöldfrétta Stöðvar 2 við Uhnoma og Morgane fósturmóður hans má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni.
Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira