„Hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 08:00 Kristján Gunnarsson mun spila í Ivy League með Harvard næsta vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er allt spennandi við þetta,“ segir knattspyrnumaðurinn Kristján Gunnarsson sem er á leið í hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í haust. Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“ Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“
Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira