Ótengda Ísland Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 09:01 Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ísland er í kjöraðstöðu til þess að verða fyrirmynd í netöryggi og þjóðaröryggismálum almennt. Það hvernig við söfnum og notum gögn um borgarana og byggjum upp innviði verður að vera gert á sanngjarnan hátt, með öryggi og réttindi einstaklingsins að leiðarljósi. Vannýtt tækifæri Árið 2020 kenndi okkur ótal hluti er varða aðgengis- og öryggismál í upplýsingatækni. Þegar skilin á milli heimilis og vinnustaðar verða eins óljós og við upplifðum síðastliðna árið er auðvelt brjóta niður þá varnarveggi sem við getum sett upp í vinnunni en ekki heima við. Við höfum á ófyrirséðan hátt tekist á við og leyst þær áskoranir sem við stóðum frammi fyrir með, að því er virðist, endalausri viðveru á fjarfundum. Nám, vinna, tómstundir - og allt annað í okkar lífi hefur farið fram í tölvunni! Á sama tíma og þetta er áskorun fyrir þau sem vinna að öryggi okkar allra á netinu, þá er þetta einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur sem samfélag til að byggja upp stafrænar lausnir til framtíðar. Við eigum nú tækifæri á því að stækka þann hóp sem getur sótt bæði vinnu og þjónustu hvar svo sem hún er veitt og þar með frelsi til að búa hvar sem er á landinu og njóta beggja þessara kosta. Til þess að byggja upp stafræna innviði þurfum við raunverulegar aðgerðir og fjármagn til þess að gera þær að veruleika. Við getum ekki lengur hlustað á það innantóma hjóm sem háleitar stefnur án fjármagns eru. Við þurfum stefnu til framtíðar, fyrir allt landið og á forsendum allra íbúa þessarar eyju. Ábyrgð í eftirfylgni Hringrás gagna innan stjórnsýslunnar, ferlar og aðgengi, vistun og eyðing þeirra eru allt mikilvægir innviðir þegar við sem borgarar auðkennum okkur á rafrænan hátt. Með nýjum persónuverndarlögum (2018) komumst við skrefi nær því að tryggja stafræn réttindi okkar, en eins og með flest í stjórnsýslunni er ekki nóg að samþykkja frumvörp til laga, ef um er að ræða fjársveltan málaflokk. Mig langar að sjá framúrskarandi stefnu í upplýsingatækni, sem er fylgt eftir með fjármagni og eftirliti sem tryggir að alþjóðleg og íslensk fyrirtæki brjóti ekki á m.a. réttinum til friðhelgi einkalífs með söfnun gagna og mig langar að sjá stjórnsýsluna ganga fremst í þeirri baráttu. Stafrænar samgöngur og innviðir Við þurfum að stíga skref inn í nútímann og átta okkur á því að öryggi á vegum landsins, val um starf og búsetu og sterkir stafrænir innviðir haldast hönd í hönd. Við þurfum á heildrænni og djarfri stefnu að halda fyrir uppbyggingu samgangna sem tengja allt landið saman fyrir íbúa þess. Stefnu sem tryggir að ungt fólk geti sest aftur að í heimabyggð eftir nám erlendis eða í höfuðborginni. Stefnu sem veitir okku frelsi til búsetu,aðgengi að internetinu til starfs, náms, skemmtunar og gleði og frelsi til ferðalags á veganeti sem er treystandi. En til þess þarf gríðarlega fjárfestingu, fjárfestingu sem við mælum ekki einungis í krónum heldur í lífsgæðum, í aðgengi, í þjóðarsálinni. Hér getum við ekki beðið lengur, við getum ekki samþykkt stefnu án fjármagns eða sett á svið enn eina Hungurleikana þar sem kjördæmi landsins slást um sömu aurana til þess að bæta lífshættulegar aðstæður á vegum landsins , fjármagn sem er varla upp í nös á ketti. Sú ríkisstjórn sem er við völd á Íslandi í dag hefur sett fram fallegar stefnur, allar af vilja gerðar til að bæta ýmis mál- það verður ekki af þeim tekið. En stefna sem ekki fylgir fjármagn er innantómt hjóm sem er virkilega erfitt að horfa upp á. Þessari ríksstjórn, sem frá upphafi hefur átt í erfiðleikum með að ná saman, hefur ekki tekist að fylgja eftir sínum eigin stjórnarsáttmála, hvað þá að koma góðum stefnum í framkvæmd. Eitt hefur þessari ríkisstjórn þó tekist vel og það er að hafa sameinast um orðræðu sem gerir þeim sjálfum hátt undir höfði. Þegar betur er að gáð sést að ekki er mikið að marka þessa orðræðu. Ríkisstjórninni hefur tekist að tvöfalda vinnuna við hvert frumvarp með því að kjósa ,,nei” við góðum tillögum stjórnarandstöðunnar og svo endurflytja sama frumvarp með örfáum breytingum til þess að gera góða stefnu að sinni. Hér er verið að eyða dýrmætum tíma í, satt best að segja,algjöran óþarfa. Það að láta afsérhagsmunum og því að slá sjálf sig til riddara með því að eigna sér góðar stefnur og í stað þess samþykkja góðar tillögur, sama hvaðan þær koma, og þannig hlúa að almannahagsmunum myndi veita okkur nauðsynlegt forskot til þess að koma í sameiningu löggjöf í gengum stjórnsýsluna á tímum heimsfaraldurs, loftlagsváar og ólgandi fasisma um allan heim. Sterkar og góðar stefnur, uppbyggilegt samtal og samvinna er það sem þörf er á. Landið er nú þegar ekki að fara eftir þeim stefnum sem eru til staðar og tími er komin til að í sameiningu uppfæra *OG* innleiða þá þætti sem skipta okkur máli. Höfundur er mögulega bugaður en með von um betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Fjarskipti Netöryggi Skoðun: Kosningar 2021 Oktavía Hrund Jónsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ísland er í kjöraðstöðu til þess að verða fyrirmynd í netöryggi og þjóðaröryggismálum almennt. Það hvernig við söfnum og notum gögn um borgarana og byggjum upp innviði verður að vera gert á sanngjarnan hátt, með öryggi og réttindi einstaklingsins að leiðarljósi. Vannýtt tækifæri Árið 2020 kenndi okkur ótal hluti er varða aðgengis- og öryggismál í upplýsingatækni. Þegar skilin á milli heimilis og vinnustaðar verða eins óljós og við upplifðum síðastliðna árið er auðvelt brjóta niður þá varnarveggi sem við getum sett upp í vinnunni en ekki heima við. Við höfum á ófyrirséðan hátt tekist á við og leyst þær áskoranir sem við stóðum frammi fyrir með, að því er virðist, endalausri viðveru á fjarfundum. Nám, vinna, tómstundir - og allt annað í okkar lífi hefur farið fram í tölvunni! Á sama tíma og þetta er áskorun fyrir þau sem vinna að öryggi okkar allra á netinu, þá er þetta einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur sem samfélag til að byggja upp stafrænar lausnir til framtíðar. Við eigum nú tækifæri á því að stækka þann hóp sem getur sótt bæði vinnu og þjónustu hvar svo sem hún er veitt og þar með frelsi til að búa hvar sem er á landinu og njóta beggja þessara kosta. Til þess að byggja upp stafræna innviði þurfum við raunverulegar aðgerðir og fjármagn til þess að gera þær að veruleika. Við getum ekki lengur hlustað á það innantóma hjóm sem háleitar stefnur án fjármagns eru. Við þurfum stefnu til framtíðar, fyrir allt landið og á forsendum allra íbúa þessarar eyju. Ábyrgð í eftirfylgni Hringrás gagna innan stjórnsýslunnar, ferlar og aðgengi, vistun og eyðing þeirra eru allt mikilvægir innviðir þegar við sem borgarar auðkennum okkur á rafrænan hátt. Með nýjum persónuverndarlögum (2018) komumst við skrefi nær því að tryggja stafræn réttindi okkar, en eins og með flest í stjórnsýslunni er ekki nóg að samþykkja frumvörp til laga, ef um er að ræða fjársveltan málaflokk. Mig langar að sjá framúrskarandi stefnu í upplýsingatækni, sem er fylgt eftir með fjármagni og eftirliti sem tryggir að alþjóðleg og íslensk fyrirtæki brjóti ekki á m.a. réttinum til friðhelgi einkalífs með söfnun gagna og mig langar að sjá stjórnsýsluna ganga fremst í þeirri baráttu. Stafrænar samgöngur og innviðir Við þurfum að stíga skref inn í nútímann og átta okkur á því að öryggi á vegum landsins, val um starf og búsetu og sterkir stafrænir innviðir haldast hönd í hönd. Við þurfum á heildrænni og djarfri stefnu að halda fyrir uppbyggingu samgangna sem tengja allt landið saman fyrir íbúa þess. Stefnu sem tryggir að ungt fólk geti sest aftur að í heimabyggð eftir nám erlendis eða í höfuðborginni. Stefnu sem veitir okku frelsi til búsetu,aðgengi að internetinu til starfs, náms, skemmtunar og gleði og frelsi til ferðalags á veganeti sem er treystandi. En til þess þarf gríðarlega fjárfestingu, fjárfestingu sem við mælum ekki einungis í krónum heldur í lífsgæðum, í aðgengi, í þjóðarsálinni. Hér getum við ekki beðið lengur, við getum ekki samþykkt stefnu án fjármagns eða sett á svið enn eina Hungurleikana þar sem kjördæmi landsins slást um sömu aurana til þess að bæta lífshættulegar aðstæður á vegum landsins , fjármagn sem er varla upp í nös á ketti. Sú ríkisstjórn sem er við völd á Íslandi í dag hefur sett fram fallegar stefnur, allar af vilja gerðar til að bæta ýmis mál- það verður ekki af þeim tekið. En stefna sem ekki fylgir fjármagn er innantómt hjóm sem er virkilega erfitt að horfa upp á. Þessari ríksstjórn, sem frá upphafi hefur átt í erfiðleikum með að ná saman, hefur ekki tekist að fylgja eftir sínum eigin stjórnarsáttmála, hvað þá að koma góðum stefnum í framkvæmd. Eitt hefur þessari ríkisstjórn þó tekist vel og það er að hafa sameinast um orðræðu sem gerir þeim sjálfum hátt undir höfði. Þegar betur er að gáð sést að ekki er mikið að marka þessa orðræðu. Ríkisstjórninni hefur tekist að tvöfalda vinnuna við hvert frumvarp með því að kjósa ,,nei” við góðum tillögum stjórnarandstöðunnar og svo endurflytja sama frumvarp með örfáum breytingum til þess að gera góða stefnu að sinni. Hér er verið að eyða dýrmætum tíma í, satt best að segja,algjöran óþarfa. Það að láta afsérhagsmunum og því að slá sjálf sig til riddara með því að eigna sér góðar stefnur og í stað þess samþykkja góðar tillögur, sama hvaðan þær koma, og þannig hlúa að almannahagsmunum myndi veita okkur nauðsynlegt forskot til þess að koma í sameiningu löggjöf í gengum stjórnsýsluna á tímum heimsfaraldurs, loftlagsváar og ólgandi fasisma um allan heim. Sterkar og góðar stefnur, uppbyggilegt samtal og samvinna er það sem þörf er á. Landið er nú þegar ekki að fara eftir þeim stefnum sem eru til staðar og tími er komin til að í sameiningu uppfæra *OG* innleiða þá þætti sem skipta okkur máli. Höfundur er mögulega bugaður en með von um betri framtíð.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun