Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 14:21 Fréttamaður okkar í Danmörku, Elín Margrét Böðvarsdóttir, tók þessa ljósmynd af heimili Freyju. Freyja var vinamörg og vinsæl en fjölmargir hafa lagt blóm við heimili hennar í Malling á Jótlandi. Vísir/Elín Margrét Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. Öllum, sem á þurfa að halda, verður boðin sálræn hjálp til að takast á við áfallið. Fáni við þjónustukjarnann hefur verið dreginn í hálfa stöng. Á fundinum var starfsfólkinu sagt frá helstu staðreyndum þessa skelfilega máls og greint var frá gangi lögreglurannsóknarinnar. B.T. hefur eftir Anni að málið væri svakalegt áfall fyrir starfsmennina, sumir þeirra hafi verið afar nánir Freyju. Sjá nánar: Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Í gærkvöldi greindu danskir fjölmiðlar frá baksögu mannsins sem, fyrir dómi í gær, sagðist hafa banað Freyju. Árið 1996 hlaut maðurinn dóm fyrir hrottafengið morð á annarri barnsmóður sinni. Þau áttu saman dreng sem þá var tveggja ára. Vinir, fjölskylda og nágrannar Freyju komu saman í gærkvöldi til að sýna hvert öðru stuðning í þeirri miklu sorg sem nú ríkir vegna fráfalls Freyju. Vísir/Elín Margrét Freyja og hinn grunaði voru hjón en þau höfðu nýverið slitið samvistum. Saman áttu þau tvö ung börn, dreng og stúlku. Í gær komu saman til kyrrðar-og sorgarstundar vinir, nágrannar og kunningjar Freyju. Aðstandendur hennar lögðu blóm og kerti við heimili hennar í smábænum Malling. Heimilið er nú rannsóknarvettvangur því árásin átti sér stað þar. Fjölmiðillinn B.T. ræddi við fjölmarga vini og nágranna Freyju og en enginn þeirra vildi tjá sig opinberlega um málið, enda sé það afar viðkvæmt. Einn þeirra sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði að það væri hans tilfinning að fólkið væri harmi slegið. Það vilji halda sig svolítið til hlés fyrst um sinn. Morð í Malling Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Öllum, sem á þurfa að halda, verður boðin sálræn hjálp til að takast á við áfallið. Fáni við þjónustukjarnann hefur verið dreginn í hálfa stöng. Á fundinum var starfsfólkinu sagt frá helstu staðreyndum þessa skelfilega máls og greint var frá gangi lögreglurannsóknarinnar. B.T. hefur eftir Anni að málið væri svakalegt áfall fyrir starfsmennina, sumir þeirra hafi verið afar nánir Freyju. Sjá nánar: Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Í gærkvöldi greindu danskir fjölmiðlar frá baksögu mannsins sem, fyrir dómi í gær, sagðist hafa banað Freyju. Árið 1996 hlaut maðurinn dóm fyrir hrottafengið morð á annarri barnsmóður sinni. Þau áttu saman dreng sem þá var tveggja ára. Vinir, fjölskylda og nágrannar Freyju komu saman í gærkvöldi til að sýna hvert öðru stuðning í þeirri miklu sorg sem nú ríkir vegna fráfalls Freyju. Vísir/Elín Margrét Freyja og hinn grunaði voru hjón en þau höfðu nýverið slitið samvistum. Saman áttu þau tvö ung börn, dreng og stúlku. Í gær komu saman til kyrrðar-og sorgarstundar vinir, nágrannar og kunningjar Freyju. Aðstandendur hennar lögðu blóm og kerti við heimili hennar í smábænum Malling. Heimilið er nú rannsóknarvettvangur því árásin átti sér stað þar. Fjölmiðillinn B.T. ræddi við fjölmarga vini og nágranna Freyju og en enginn þeirra vildi tjá sig opinberlega um málið, enda sé það afar viðkvæmt. Einn þeirra sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði að það væri hans tilfinning að fólkið væri harmi slegið. Það vilji halda sig svolítið til hlés fyrst um sinn.
Morð í Malling Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13
„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41