Tyrkir ósáttir við gagnrýni vegna mótmæla stúdenta, sem Erdogan kallar hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 14:20 Frá mótmælum í Tyrklandi í vikunni. EPA-EFE/SEDAT SUNA Utanríkisráðuneyti Tyrklands gefur lítið fyrir alþjóðlega gagnrýni á það hvernig tekið hefur verið á ungum mótmælendum þar í landi á undanförnum mánuði. Stúdentar, kennarar og annað ungt fólk hafa haldið mótmæli vegna skipunar nýs rektors eins stærsta háskóla landsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi. Tyrkland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi.
Tyrkland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira