Nánast ónýtt hús til sölu í Kópavogi og mögulegir kaupendur þurfa klæðast hlífðarfatnaði við skoðun Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Í raun hefur ekkert verið gert fyrir húsið síðan 1964. Heldur sérstök eign er til sölu við Skólagerði 47 í Kópavogi en um er að ræða 204 fermetra parhús sem byggt var árið 1964. Líklega hefur lítið sem ekkert verið gert fyrir eignina frá byggingu hússins en ásett verð er 38,5 milljónir þrátt fyrir að fasteignamatið sé 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Í fasteignaauglýsingu eignarinnar segir: „Áhugasömum er bent á að bóka skoðun á eigninni og gera það með fagaðilum í viðeigandi klæðnaði af heilsufarsástæðum.“ Þar kemur einnig fram að seljandinn sé dánarbú og því getur seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína að fullu. Nauðsynlegt er að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Töluverð mygla og rakaskemmdir eru í húsinu. Mbl.is greinir frá því að húsið sé dánarbú Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fréttablaðið hefur rætt við nágrannanna í Skólagerði 49 og segir Andrej Holbicka þar að fjölskyldan hafi í raun fest óaðvitandi í niðurnýddu parhúsi. „Við höfum rætt þetta við lögfræðinga og erum mjög hrædd um að þetta muni lenda á okkur,“ segir Andrej í samtali við Fréttablaðið. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Nágrannarnir vissu ekki af ástandi hússins. Möguleikarnir eru samt sem áður til staðar. Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Líklega hefur lítið sem ekkert verið gert fyrir eignina frá byggingu hússins en ásett verð er 38,5 milljónir þrátt fyrir að fasteignamatið sé 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Í fasteignaauglýsingu eignarinnar segir: „Áhugasömum er bent á að bóka skoðun á eigninni og gera það með fagaðilum í viðeigandi klæðnaði af heilsufarsástæðum.“ Þar kemur einnig fram að seljandinn sé dánarbú og því getur seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína að fullu. Nauðsynlegt er að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Töluverð mygla og rakaskemmdir eru í húsinu. Mbl.is greinir frá því að húsið sé dánarbú Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fréttablaðið hefur rætt við nágrannanna í Skólagerði 49 og segir Andrej Holbicka þar að fjölskyldan hafi í raun fest óaðvitandi í niðurnýddu parhúsi. „Við höfum rætt þetta við lögfræðinga og erum mjög hrædd um að þetta muni lenda á okkur,“ segir Andrej í samtali við Fréttablaðið. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Nágrannarnir vissu ekki af ástandi hússins. Möguleikarnir eru samt sem áður til staðar.
Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira