Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2021 21:00 Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00
„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46