Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2021 10:45 Geysir lokaði verslun sinni að Skólavörðustíg 16 í gær eftir tíu ár í húsinu. Verslunni var flutt á Skólavörðustíg 12 beint á móti Geysir Konur. Þær verslanir voru óvænt lokaðar í gær. Geysir Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Sjá meira
Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Sjá meira