Langamma veit best Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. febrúar 2021 10:09 Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Alþingi Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar