Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Vísir/Egill Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira