„Frammararnir voru hrikalega flottir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 15:31 Þorgrímur Smári Ólafsson lék vel þegar Fram vann Val. vísir/bára Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var virkilega hrifinn af frammistöðu Fram í sigrinum á Val, 26-22, á fimmtudaginn. Eftir tapið fyrir ÍBV, 19-17, í fyrsta leik sínum eftir hléið langa var allt annað að sjá til Fram í leiknum gegn Fram, sérstaklega í sókninni. Frammarar skoruðu sextán mörk í fyrri hálfleik, einu minna en í öllum leiknum gegn Eyjamönnum. Einar Andri fékk það verkefni að greina leik Fram í Seinni bylgjunni og var hrifinn af því sem hann sá. „Það var mjög gaman að sjá Frammarana í þessum leik. Í fyrri hálfleik spiluðu þeir til dæmis innleysingataktík, þar sem miðjumaðurinn leysti inn, og Valsmennirnir náðu ekki að leysa þetta,“ sagði Einar Andri. „Almennt séð voru Frammararnir hrikalega flottir. Þetta var allt annað en frá því í leiknum gegn ÍBV. Taktíkarnar voru vel útfærðar og gerðar af fullum krafti, ekkert hik. Í Eyjum voru þeir með 22 tapaða bolta en fóru með það niður í tíu sem er virkilega vel gert. Það var greinilega farið vel yfir sóknarleikinn.“ Góð innkoma Þorvaldar Jóhann Gunnar Einarsson var hrifinn af frammistöðu Þorvaldar Tryggvasonar sem fyllti skarð Ægis Hrafn Jónssonar í vörninni og lék auk þess vel í sókn Fram. „Þegar maður horfði á uppstillinguna og sá að Ægir var ekki með, lykilvarnarmaður þarna og búinn að binda saman vörnina og ver þrjú til fimm skot í leik, hugsaði maður að þetta gæti orðið vesen,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan kemur þessi Þorvaldur Tryggvason sem kom aðeins inn á gegn ÍBV. Hann hefur verið að fylla inn í. Þeir hafa bara verið með Rógva [Dal Christiansen] á línunni og hann skiptir við Ægi dálítið mikið. Hann [Þorvaldur] var bara drullu flottur. Þeir fengu allt öðruvísi vörn. Venjulega bíður Ægir og reynir að verja skot á meðan annar er að vinna í kringum. Þetta virkaði alveg, þeir voru út og suður og hömruðu þá út og suður.“ Næsti leikur Fram er gegn Þór á Akureyri á miðvikudaginn. Klippa: Seinni bylgjan - Einar Andri greinir Fram Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Eftir tapið fyrir ÍBV, 19-17, í fyrsta leik sínum eftir hléið langa var allt annað að sjá til Fram í leiknum gegn Fram, sérstaklega í sókninni. Frammarar skoruðu sextán mörk í fyrri hálfleik, einu minna en í öllum leiknum gegn Eyjamönnum. Einar Andri fékk það verkefni að greina leik Fram í Seinni bylgjunni og var hrifinn af því sem hann sá. „Það var mjög gaman að sjá Frammarana í þessum leik. Í fyrri hálfleik spiluðu þeir til dæmis innleysingataktík, þar sem miðjumaðurinn leysti inn, og Valsmennirnir náðu ekki að leysa þetta,“ sagði Einar Andri. „Almennt séð voru Frammararnir hrikalega flottir. Þetta var allt annað en frá því í leiknum gegn ÍBV. Taktíkarnar voru vel útfærðar og gerðar af fullum krafti, ekkert hik. Í Eyjum voru þeir með 22 tapaða bolta en fóru með það niður í tíu sem er virkilega vel gert. Það var greinilega farið vel yfir sóknarleikinn.“ Góð innkoma Þorvaldar Jóhann Gunnar Einarsson var hrifinn af frammistöðu Þorvaldar Tryggvasonar sem fyllti skarð Ægis Hrafn Jónssonar í vörninni og lék auk þess vel í sókn Fram. „Þegar maður horfði á uppstillinguna og sá að Ægir var ekki með, lykilvarnarmaður þarna og búinn að binda saman vörnina og ver þrjú til fimm skot í leik, hugsaði maður að þetta gæti orðið vesen,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan kemur þessi Þorvaldur Tryggvason sem kom aðeins inn á gegn ÍBV. Hann hefur verið að fylla inn í. Þeir hafa bara verið með Rógva [Dal Christiansen] á línunni og hann skiptir við Ægi dálítið mikið. Hann [Þorvaldur] var bara drullu flottur. Þeir fengu allt öðruvísi vörn. Venjulega bíður Ægir og reynir að verja skot á meðan annar er að vinna í kringum. Þetta virkaði alveg, þeir voru út og suður og hömruðu þá út og suður.“ Næsti leikur Fram er gegn Þór á Akureyri á miðvikudaginn. Klippa: Seinni bylgjan - Einar Andri greinir Fram Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira