Asos tekur yfir Topshop og skilur eftir sár í breskum verslunargötum Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 13:36 Topshop er nýjasta breska fatamerkið sem fellur í skaut netverslunarrisa. GETTY/Marianna Massey Breska vefverslunin Asos hefur fest kaup á vörumerkjunum Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT úr þrotabúi smásölurisans Arcadia. Auk þess að kaupa öll hugverk tengd fatakeðjunum mun Asos eignast vörubirgðir þeirra en stjórnendur hyggjast ekki taka yfir neinar verslanir. 70 verslunum verður þar með lokað og 2.500 starfsmenn eiga á hættu á að missa vinnuna en einhverjir gera sér veikar vonir um að annar kaupandi muni halda áfram að starfrækja hluta verslananna í breyttri mynd. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC greiðir Asos 265 milljónir breskra punda til að tryggja sér eignarhald á vörumerkjunum og aðrar 30 milljónir punda fyrir vörubirgðirnar. Nemur heildarupphæðin um 52,5 milljörðum íslenskra króna. Smásölufyrirtækið Arcadia var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum en alls starfa um 13 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Að sögn skiptastjóra Arcadia munu um 300 starfsmenn sem sinntu meðal annars hönnun og birgðainnkaupum hjá fatakeðjunum færast yfir til Asos en að sögn BBC hafa hvorki fulltrúar þrotabúsins né Asos minnst einu orði á framtíð verslunarstarfsfólks. Boohoo sýnt öðrum merkjum áhuga Enn á eftir að selja eignir tengdar fatakeðjunum Dorothy Perkins, Wallis og Burton úr þrotabúi Arcadia. Að sögn BBC hafa stjórnendur bresku netverslunarinnar Boohoo sýnt þeim áhuga en talið er fullvíst að þar muni enn og aftur koma í ljós að netverslanir hafi lítinn áhuga á því að starfrækja hefðbundnar verslanir. Greint var frá því í síðustu viku að Boohoo hafi fest kaup á vörumerki og vefsíðu breska vöruhússins Debenhams. Talið er að allt að tólf þúsund manns eigi eftir að missa vinnuna þegar 118 verslunum keðjunnar verður lokað fyrir fullt og allt. Viðskipti síðustu vikna eru hluti af blóðugu uppgjöri breskra smásölufyrirtækja sem hafa á síðustu árum mörg átt erfitt með að halda sjó í breyttu rekstrarumhverfi og eltast við hvikulan smekk bresku þjóðarinnar. Heimsfaraldur kórónuveiru og áhrif samkomutakmarkanna reyndist sumum þeirra vera síðasti naglinn í kistuna. Verslun Bretland Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
70 verslunum verður þar með lokað og 2.500 starfsmenn eiga á hættu á að missa vinnuna en einhverjir gera sér veikar vonir um að annar kaupandi muni halda áfram að starfrækja hluta verslananna í breyttri mynd. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC greiðir Asos 265 milljónir breskra punda til að tryggja sér eignarhald á vörumerkjunum og aðrar 30 milljónir punda fyrir vörubirgðirnar. Nemur heildarupphæðin um 52,5 milljörðum íslenskra króna. Smásölufyrirtækið Arcadia var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum en alls starfa um 13 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Að sögn skiptastjóra Arcadia munu um 300 starfsmenn sem sinntu meðal annars hönnun og birgðainnkaupum hjá fatakeðjunum færast yfir til Asos en að sögn BBC hafa hvorki fulltrúar þrotabúsins né Asos minnst einu orði á framtíð verslunarstarfsfólks. Boohoo sýnt öðrum merkjum áhuga Enn á eftir að selja eignir tengdar fatakeðjunum Dorothy Perkins, Wallis og Burton úr þrotabúi Arcadia. Að sögn BBC hafa stjórnendur bresku netverslunarinnar Boohoo sýnt þeim áhuga en talið er fullvíst að þar muni enn og aftur koma í ljós að netverslanir hafi lítinn áhuga á því að starfrækja hefðbundnar verslanir. Greint var frá því í síðustu viku að Boohoo hafi fest kaup á vörumerki og vefsíðu breska vöruhússins Debenhams. Talið er að allt að tólf þúsund manns eigi eftir að missa vinnuna þegar 118 verslunum keðjunnar verður lokað fyrir fullt og allt. Viðskipti síðustu vikna eru hluti af blóðugu uppgjöri breskra smásölufyrirtækja sem hafa á síðustu árum mörg átt erfitt með að halda sjó í breyttu rekstrarumhverfi og eltast við hvikulan smekk bresku þjóðarinnar. Heimsfaraldur kórónuveiru og áhrif samkomutakmarkanna reyndist sumum þeirra vera síðasti naglinn í kistuna.
Verslun Bretland Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira