Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 10:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. Lögmaðurinn Karl S. Bowers Jr., sem stýrði teymi forsetans, og fjórir aðrir sem höfðu gengið til liðs við teymið, hættu skyndilega um helgina vegna deilna um vörn forsetans í hans öðrum réttarhöldum vegna ákærur fyrir embættisbrot, sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar. Fregnir fjölmiðla vestanhafs segja að þau hafi hætt vegna áherslu Trumps á að réttarhöldin snúist um innihaldslausar staðhæfingar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það vildu Bowers og hinir ekki gera, heldur vildu þau nota þá vörn að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir embættismanni sem hefði látið af embætti. Hið nýja teymi forsetans verður leitt af þeim David Schoen og Bruce L. Castor Jr. Í yfirlýsingu Trumps frá því í gærkvöldi er haft eftir Castor að stjórnarskrá Bandaríkjanna muni bera sigur úr býtum. Castor er hvað þekktastur fyrir að hafa á árum áður ákveðið að ákæra Bill Cosby ekki fyrir kynferðisbrot og felldi niður mál gegn leikaranum alræmda árið 2005. Árið 2016 bar Castor vitni fyrir hönd Cosby og sagði að ekki ætti að saksækja leikarann á nýjan leik vegna samkomulags sem Castor gerði við Cosby árið 2005. Schoen var nýverið lögmaður Roger Stone, vinar og bandamanns Trumps til langs tíma. Trump mildaði dóm Stones, sem hann hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra, í fyrra. Politico segir Schoen hafa mikla reynslu af því að koma umdeildum aðilum til varnar. Þar á meðal aðilum viðloðnum skipulagða glæpastarfsemi. Sá eini sem hefur verið ákærður tvisvar Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Eftir að Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum, þar á meðal þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings, staðhæfðu ítrekað og lengi yfir því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, stóðu stuðningsmenn hans í þeirri trú að svo væri og gera enn. Engar vísbendingar hafa þó litið dagsins ljós um þetta umfangsmikla kosningasvindl og Trump-liðum hefur ítrekað mistekist að færa sönnur fyrir því fyrir dómstólum og víðar. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, átt í basli með að verða sér út um lögmenn sem hafa viljað koma honum til varnar og hefur undirbúningur málsvarnar hans einkennst af óreiðu. Verulega litlar líkur eru þó taldar á því að forsetinn fyrrverandi verði sakfelldur í öldungadeildinni. Repúblikanar séu ekki tilbúnir til að sakfella hann en tvo þriðju þingmanna öldungadeildarinnar, eða 67, þarf til sakfellingar. Deildin skiptist nú jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins, 50-50. Fræðimenn eru flestir sammála um að stjórnarskrá Bandaríkjanna meini ekki ákærur gegn embættismönnum sem hafi látið af embætti, samkvæmt frétt AP. Þar að auki komi fram í stjórnarskrám ríkja sem séu eldri en Bandaríkin sjálf að það sé réttlætanlegt og löglegt. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Lögmaðurinn Karl S. Bowers Jr., sem stýrði teymi forsetans, og fjórir aðrir sem höfðu gengið til liðs við teymið, hættu skyndilega um helgina vegna deilna um vörn forsetans í hans öðrum réttarhöldum vegna ákærur fyrir embættisbrot, sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar. Fregnir fjölmiðla vestanhafs segja að þau hafi hætt vegna áherslu Trumps á að réttarhöldin snúist um innihaldslausar staðhæfingar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það vildu Bowers og hinir ekki gera, heldur vildu þau nota þá vörn að það færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir embættismanni sem hefði látið af embætti. Hið nýja teymi forsetans verður leitt af þeim David Schoen og Bruce L. Castor Jr. Í yfirlýsingu Trumps frá því í gærkvöldi er haft eftir Castor að stjórnarskrá Bandaríkjanna muni bera sigur úr býtum. Castor er hvað þekktastur fyrir að hafa á árum áður ákveðið að ákæra Bill Cosby ekki fyrir kynferðisbrot og felldi niður mál gegn leikaranum alræmda árið 2005. Árið 2016 bar Castor vitni fyrir hönd Cosby og sagði að ekki ætti að saksækja leikarann á nýjan leik vegna samkomulags sem Castor gerði við Cosby árið 2005. Schoen var nýverið lögmaður Roger Stone, vinar og bandamanns Trumps til langs tíma. Trump mildaði dóm Stones, sem hann hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra, í fyrra. Politico segir Schoen hafa mikla reynslu af því að koma umdeildum aðilum til varnar. Þar á meðal aðilum viðloðnum skipulagða glæpastarfsemi. Sá eini sem hefur verið ákærður tvisvar Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Eftir að Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum, þar á meðal þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings, staðhæfðu ítrekað og lengi yfir því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, stóðu stuðningsmenn hans í þeirri trú að svo væri og gera enn. Engar vísbendingar hafa þó litið dagsins ljós um þetta umfangsmikla kosningasvindl og Trump-liðum hefur ítrekað mistekist að færa sönnur fyrir því fyrir dómstólum og víðar. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, átt í basli með að verða sér út um lögmenn sem hafa viljað koma honum til varnar og hefur undirbúningur málsvarnar hans einkennst af óreiðu. Verulega litlar líkur eru þó taldar á því að forsetinn fyrrverandi verði sakfelldur í öldungadeildinni. Repúblikanar séu ekki tilbúnir til að sakfella hann en tvo þriðju þingmanna öldungadeildarinnar, eða 67, þarf til sakfellingar. Deildin skiptist nú jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins, 50-50. Fræðimenn eru flestir sammála um að stjórnarskrá Bandaríkjanna meini ekki ákærur gegn embættismönnum sem hafi látið af embætti, samkvæmt frétt AP. Þar að auki komi fram í stjórnarskrám ríkja sem séu eldri en Bandaríkin sjálf að það sé réttlætanlegt og löglegt.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01
Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07
Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51