Ævintýri Svía heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 17:59 Hampus Wanne skorar eitt af mörkum Svía í kvöld. Slavko Midzor/Getty Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu. Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla.
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira