Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2021 13:56 Vigdís segir það lýsa verulegri illkvittni að vilja gera sig ábyrga fyrir skotárásinni á bíl borgarstjóra. Myndband sem hún les inná, þar sem Dagur er vændur um spillingu í tengslum við framkvæmdir á Óðinstorgi, segir Líf að sé viðbjóður. Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð. Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð.
Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07